Agnar Kofoed Hansen

Agnar Kofoed-Hansen - Andlit

Agnar hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi á fjármálamarkaði. Hann sat í stjórn Arion banka í 3 ár og í stjórn Afl sparisjóðs í eitt ár. Þá var hann framkvæmdastjóri fjármála hjá HRV Engineering í 5 ár og bar þar ábyrgð á rekstri verkefnaskrifstofa, tæknimála og fjármálastjórn en HRV sérhæfir sig í verkefnum og verkefnastjórn fyrir álver á Íslandi og erlendis. Agnar var frumkvöðull að stofnun SPRON Factoring hf. og var framkvæmdastjóri félagsins í 7 ár en það var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem sérhæfði sig alfarið í „factoring“ fjármögnun. Áður starfaði Agnar á fjármálamarkaði og við mat á lánshæfi fyrirtækja. Agnar er með M.Sc. í rekstrarverkfræði frá DtU, með próf í fjármálagreiningu og frumkvöðlafræðum frá MIT og með réttindi sem verðbréfamiðlari. Agnar hefur einnig sótt námskeið í verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun og ACC réttindanám sem markþjálfi.

Farsími: 896-4224 | Tölvupóstur: [email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.