Lísa Jóhanna Ævarsdóttir


Sími: +354 511-1225 | Tölvupóstur: [email protected]
Linkedin prófíll



Lísa Jóhanna Ævarsdóttir

Lísa er stjórnendaráðgjafi með áherslu á verkefnastýringu og straumlínustjórnun. Hún hefur umfangsmikla reynslu af stýringu umbótaverkefna og verkefna í upplýsingatækni og hefur komið að mörgum verkefnum í innleiðingu á upplýsingatæknikerfum svo sem Dynamics NAV/Business Central.

Hún hefur starfað sem sérfræðingur, kennari, ráðgjafi, verkefnastjóri og stjórnandi í hugbúnaðarhúsum, ferðaþjónustu, viðburðahaldi, framleiðslu og dreifingu.

Meðfram ráðgjafastarfi Intellecta sinnir hún einnig framkvæmdastjórn Lean Ísland ráðstefnunnar þar sem áhersla er lögð á stjórnun og umbætur í rekstri fyrirtækja og stofnana.

Lísa er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands auk þess að vera markþjálfi.