Intellecta – Talent pool registration
Open application
Only a part of open positions are listed. For that reason we encourage those open to opportunities to register.
IDStarf
Skaftárhreppur
Kirkjubæjarklaustur
Sveitarstjóri Skaftárhrepps
Skaftárhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir framsækni, krafti og metnaði til að stýra starfsemi sveitarfélagsins og leiða áframhaldandi uppbyggingu þess.
IDStarf
Framkvæmdasýsla ríkisins
Reykjavík
Deildarstjóri viðhalds fasteigna
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga til að sjá um rekstur og uppbyggingu viðhaldsdeildar FSRE. Um er að ræða krefjandi stjórnunarstarf í stofnun sem er á fullri ferð inn í framtíðina.
IDStarf
Vinnueftirlitið
Reykjavik
Leiðtogi vettvangsathugana
Við leitum að árangursdrifnum, metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem nær því besta fram hjá samstarfsfólki. Um er að ræða spennandi starf þar sem áhersla er á teymisvinnu, verkefni og góða þjónustu og er mögulegt að sinna þeim frá starfsstöðvum okkar víðs vegar um landið. Starf leiðtoga tilheyrir sviði vinnuverndar.
IDStarf
Vinnueftirlitið
Reykjavik
Leiðtogi vinnuvéla og tækja
Við leitum að árangursdrifnum, metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem nær því besta fram hjá samstarfsfólki. Um er að ræða spennandi starf þar sem áhersla er á teymisvinnu, verkefni og góða þjónustu og er mögulegt að sinna þeim frá starfsstöðvum okkar víðs vegar um landið. Störf leiðtoga tilheyra sviði vinnuverndar.
IDStarf
Kjósarhreppur
Kjós
Sveitarstjóri Kjósarhrepps
Kjósarhreppur óskar eftir að ráða framsækinn einstakling í starf sveitarstjóra. Sveitarfélagið er vel rekið og innan þess eru mikil tækifæri. Leitað er að aðila sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í að móta framtíðarsýn þess og stuðla að faglegri stjórnsýslu.
IDStarf
NLSH
Reykjavik
Staðarverkfræðingur
Leitað er að staðarverkfræðing sem er menntaður í verk- eða tæknifræði til að leiða eitt af byggingarverkefnum Nýs Landspítala við Hringbraut. Krafist er minnst tíu ára reynslu á sviði verkefnastjórnunar verklegra framkvæmda, eftirlits, hönnunar eða sambærilegra verkefna sem NLSH vinnur að. Umsækjandi skal hafa reynslu af þátttöku í stærri framkvæmdaverkum s.s. opinberum framkvæmdum ríkis- eða sveitarfélaga og þekkja vel til öryggis- og umhverfismála. Kostur er að hafa eða geta sóst eftir byggingarstjóraréttindum. Krafist er góðrar samskiptafærni á íslensku og ensku, sjálfstæði í starfi, frumkvæði og metnaðar til að ná árangri.
IDStarf
NLSH
Reykjavik
Verkefnastjóri tækja og búnaðar
Leitað er að verkefnastjóra sem er menntaður í verk- og tæknifræði, hag- og viðskiptafræði eða hefur aðra sambærilega menntun. Krafist er reynslu af stjórnun í stærri tæknilegum verkefnum. Færni í íslensku og ensku er skilyrði og í einu norðurlandamáli er kostur. Þekking á búnaði og rekstri heilbrigðisstofnana er kostur. Þekking á verklegum framkvæmdum er kostur svo og reynsla af áætlunargerð, tíma- og fjárhagslegri stýringu verkefna. Kostur er að hafa grunnþekkingu á opinberri stjórnsýslu. Krafist er góðrar samskiptafærni, sjálfstæði í starfi, frumkvæði og metnaðar til að ná árangri.
IDStarf
NLSH
Reykjavik
Verkefnastjóri innkaupa
Leitað er að verkefnastjóra sem er menntaður í verk- og tæknifræði, hag- og viðskiptafræði eða hefur aðra sambærilega menntun. Krafist er reynslu af stjórnun eða virkri þátttöku í opinberum innkaupaverkefnum. Færni í íslensku og ensku er skilyrði og í einu norðurlandamáli er kostur. Þekking á búnaði heilbrigðisstofnana er kostur. Þekking á verklegum framkvæmdum er kostur svo og reynsla af áætlunargerð, tíma- og fjárhagslegri stýringu verkefna. Kostur er að hafa grunnþekkingu á opinberri stjórnsýslu. Krafist er góðrar samskiptafærni, sjálfstæði í starfi, frumkvæði og metnaðar til að ná árangri.
IDStarf
NLSH
Reykjavik
Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Leitað er að verkefnastjóra sem er menntaður í verk- eða tæknifræði eða hefur aðra sambærilega menntun. Krafist er minnst fimm ára starfsreynslu á sviði verkefnastjórnunar verklegra framkvæmda eða verkeftirlits, hönnunar eða sambærilegra tæknilegra verkefna sem NLSH vinnur að. Kostur er að umsækjandi hafi reynslu af þátttöku í opinberum framkvæmdum ríkis- eða sveitarfélaga eða stærri framkvæmdaverkefnum einkaaðila. Krafist er góðrar samskiptafærni, sjálfstæði í starfi, frumkvæði og metnaðar til að ná árangri.
IDStarf
Tandur
Reykjavik
Efnafræðingur og gæðastjóri
Tandur leitar að ábyrgum og metnaðarfullum efnafræðingi/efnaverkfræðingi í starf efnafræðings og gæðastjóra. Í starfi sínu skal starfsmaður leggja sérstaka áherslu á góð samskipti við birgja félagsins og viðskiptavini, öfluga framleiðslueiningu auk vöruþróunar og þekkingar á þeim vörum er félagið dreifir.
IDStarf
Landsnet
Reykjavík
Sérfræðingur
Landsnet leitar að sérfræðing í þróun og greiningu vegna hönnunar og innleiðingar heildsölumarkaðar raforku. Spennandi kafli í sögu íslenskra orkuviðskipta er að hefjast með stofnun nýs fyrirtækis sem mun reka heildsölumarkað raforku. Fyrirtækið verður sjálfstætt og þar verður spennandi starf við innleiðingu nýrra aðferða í orkuviðskiptum hérlendis. Heildsölumarkaður raforku skilar neytendum hagkvæmasta verði hverju sinni og verður um leið lykilhlekkur í orkuöryggi og gagnsæi orkuverðs. Við leitum að öflugum, skapandi og lausnamiðuðum einstakling til að taka þátt í undirbúningi og rekstri fyrirtækisins.
IDStarf
FSRE
Reykjavík
Gæðastjóri
FSRE óskar eftir að ráða öflugan einstaklingi til að leiða ferlaumbætur og þróun nýs gæðakerfis í nýrri stofnun. Verkefnin eru áhugaverð, krefjandi og haldast m.a. í hendur við sameiningu Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) og Ríkiseigna (RE). Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
IDStarf
FSRE
Reykjavík
Skjala- og upplýsingastjóri
FSRE óskar eftir að ráða ábyrgan, metnaðarfullan og öflugan leiðtoga í starf upplýsinga- og skjalastjóra. Verkefnin felast m.a. í að taka ábyrgð á, þróa og móta stefnu og framtíðarsýn í upplýsinga- og skjalamálum og leiða farsæla innleiðingu á samræmdu verklagi á skráningu, vistun og meðhöndlun gagna. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
IDStarf
Landsnet
Reyjavík
Framkvæmdastýra/stjóri
Landsnet leitar að framkvæmdastýru/stjóra til að móta nýtt fyrirtæki og stýra því. Framkvæmdastýra/-stjóri sér um undirbúning og innleiðingu heildsölumarkaðar raforku í samstarfi við hagaðila raforkumarkaðarins. Þróun og greiningar vegna hönnunar og innleiðingar heildsölumarkaðar raforku.
IDStarf
Vinnueftirlitið
Verkefnastjóri
Við leitum að árangursdrifnum, metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem nær því besta fram hjá samstarfsfólki. Um er að ræða spennandi starf þar sem áhersla er á teymisvinnu, verkefni og góða þjónustu og er mögulegt að sinna þeim frá starfsstöðvum okkar víðs vegar um landið. Starfið tilheyrir sviði fólks, upplýsinga og þróunar.
Viðskiptavinir Intellecta
Reykjavik
Hugbúnaðargerð – mikil tækifæri
Erum með áhugaverð störf í boði fyrir háskólamenntaða hugbúnaðarsérfræðinga sem hafa náð góðum árangri í forritun.