Fræðsla


Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs

​Fræðsla getur tekið á sig margar myndir og vitum við að við höfum getu til að læra og auka hæfni okkar og getu. Í allri starfsemi er þróun, samkeppni og möguleikar til að gera betur, fara þar saman ýmsir þættir eins og hæfni, ferlar og tækni. Mikilvægt er að huga að huga að öllum þáttum á sama tíma og verður mikilvægi eflingar hæfni með markþjálfun, fræðslu hvort sem er hefðbundinni í fyrirlestrarformi eða stafrænni á netinu aukin.

Dæmigerð verkefni sem Intellecta hefur unnið fela í sér:

  • Klæðskerasniðin þjálfun út frá markmiðum
  • Blöndun á stafrænni fræðslu og markþjálfun
  • Markþjálfun fyrir stjórnendur
  • Stafræn fræðsla og námskeið
  • Þjálfun í stafrænni fræðslu

Steinunn Ketilsdóttir
Steinunn Ketilsdóttir​Steinunn hefur fjölbreytta reynslu á sviði mannauðsmála og árangursstjórnunar. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Volcano Warmers, mannauðsstjóri HRV Engineering, sem stjórnunarráðgjafi hjá Intellecta, matsaðili fyrir evrópsku gæðaverðlaunin og verið í hlutastarfi hjá Intellecta síðustu ár í mannauðsverkefnum. Steinunn er með háskólamenntun á sviði árangursstjórnunar (M.Sc) frá Aarhus University og viðskiptafræði (B.Sc) frá Háskóla Íslands.

Steinunn Ketilsdóttir

steinunn@intellecta.is

Agnar Kofoed Hansen
Agnar Kofoed-Hansen - AndlitAgnar hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi á fjármálamarkaði. Hann sat í stjórn Arion banka í 3 ár og í stjórn Afl sparisjóðs í eitt ár. Þá var hann framkvæmdastjóri fjármála hjá HRV Engineering í 5 ár og bar þar ábyrgð á rekstri verkefnaskrifstofa, tæknimála og fjármálastjórn en HRV sérhæfir sig í verkefnum og verkefnastjórn fyrir álver á Íslandi og erlendis. Agnar var frumkvöðull að stofnun SPRON Factoring hf. og var framkvæmdastjóri félagsins í 7 ár en það var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem sérhæfði sig alfarið í „factoring“ fjármögnun. Áður starfaði Agnar á fjármálamarkaði og við mat á lánshæfi fyrirtækja. Agnar er með M.Sc. í rekstrarverkfræði frá DtU, með próf í fjármálagreiningu og frumkvöðlafræðum frá MIT og með réttindi sem verðbréfamiðlari. Agnar hefur einnig sótt námskeið í verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun og ACC réttindanám sem markþjálfi.

Agnar Kofoed Hansen

agnar@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.