Fræðslustjóri að láni


Fræðslustjóri að láni byggist á að fyrirtæki fái lánaðan ráðgjafa til að að greina stöðu fræðslu- og þjálfunarmála hjá viðkomandi fyrirtæki

Fræðslustjóri vinnur með starfsmönnum og stjórnendum við að draga fram hvað vel er gert og hvaða hæfni þarf að efla til ná meiri árangri í fyrirtækinu miðað við starfsemi og stefnu þess. Út frá því er metið hvaða þekkingaröflun þarf að sækja til að ná þeim árangri. Útkoman er markmiðstengd fræðsluáætlun sem fyrirtækið vinnur eftir. 

Fræðslustjóri að láni er verkefni sem unnið er í samstarfi við starfsmenntasjóði á almennum vinnumarkaði sem standa að Áttinni .

Við veitum frekari upplýsingar

Steinunn Ketilsdóttir

[email protected]

Þórður S. Óskarsson

[email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.