Stafræn fræðsla


Þekking er fjársjóður og einnig undirstaða dyggðarinnar og fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.

Örnámskeið Intellecta beint í fræðslukerfið þitt

Við útbúum stutt og hnitmiðuð örnámskeið í teiknimyndaformi með okkar leikurum beint í fræðslukerfið þitt. Einnig útbúum við sérsniðin námskeið eftir þínum þörfum og jafnvel í söguformi. Við vöndum vel til verka og höfum ástríðu af því að fræða og kæta.

Jákvæð og góð samskipti eru ein af lykilatriðum að bættum árangri og sérstaklega á tímum örra breytinga! Því bjóðum við fram aðstoð okkar svo að þú getir eflt þig og þitt starfsfólk með áhrifaríkum örnámskeiðum um árangursrík samskipti sem eru jákvæð og hvetjandi. Örnámskeiðin eru fjögur og á teiknimyndaformi sem fræða og kæta með einföldum hætti. Hvetja okkur til að bæta eigin samskipti og bæta skilning okkar á að við skynjum skilaboð misjafnt.

Virkilega flott námskeið um samskipti. Í myndböndunum eru tekin fyrir helstu þættir sem geta haft áhrif á samskipti í vinnunni og lífinu almennt. Gagnlegt, á mannamáli, góð dæmi tekin og fær mann til að hugsa um eigin samskipti og úrbótatækifæri.”

Hildur Jóna Bergþórsdóttir, sérfræðingur í mannauði hjá Landsvirkjun. 

Við hlustum á allar hugmyndir um námskeið og getum útbúið sérsniðin námskeið eftir þínum þörfum, t.d: nýliðakynningar, öryggisnámskeið, áhættustjórnun eða annað

Dæmi um almenn örnámskeið Intellecta

 1. Árangursrík samskipti
 2. Skynjun skilaboða
 3. Að tengjast öðrum einstaklingum
 4. Máttur í jákvæðu viðhorfi
 5. Áreitni, ofbeldi og einelti
 6. Hvað hvetur okkur áfram?
 7. Markmiðasetning
 8. Tilfinningagreind
 9. Spurningatækni
 10. Samningatækni
 11. Skapandi hugsun
 12. Stutt árangurssamtöl
 13. Stuttir stöðufundir

Hæfni og þekking er forsenda framþróunar

Einn af lykilþáttum stjórnenda í fjórðu iðnbyltingunni mun snúast um að hafa hæft starfsfólk til að finna nýjar leiðir í sínum störfum í gegnum þær breytingar. Stafræn fræðsla snýst um að miðla þekkingu stafrænt til að auka hæfni móttakanda á skjótari hátt.

Líkur eru á að um 86% starfa muni breytast á næstu árum, sum af þeim munu hverfa en einnig verða ný til (skv. skýrslu forsætisráðuneytisins 2019, Ísland og fjórða iðnbyltingin)

Öflugt starfsfólk styrkir ekki eingöngu fyrirtæki, heldur atvinnulífið, samfélagið og lífsgæði okkar. Tæknin í dag gerir okkur kleift að miðla, læra og eflast sem einstaklingar í gegnum stafræna fræðslu. Hún getur sparað tíma, aukið gæði og sveigjanleika við að sækja sér þekkingu með vönduðum vinnubrögðum. Einnig er hægt að auka upplifun með nýjum verkfærum í stafrænni fræðslu sem sífellt er að aukast.

Flest fyrirtæki geta sótt um styrk hjá starfsmennasjóðum fyrir allt að 90% af kostnaði við námskeiðin

​Ráðgjafar Intellecta hafa mikla reynslu af stafrænni fræðslu og staðbundnum námskeiðum. Hafðu samband við Steinunni Ketilsdóttir ef þú vilt vita meira um námskeið Intellecta í síma 6801770 eða netfangið [email protected]

Steinunn Ketilsdóttir

[email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.