Stafræn fræðsla


Þekking er fjársjóður og einnig undirstaða dyggðarinnar og fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.

Þekking er fjársjóður og einnig undirstaða dyggðarinnar og fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.

​Fjórða iðnbyltingin er að gjörbreyta mörgum störfum og því mikilvægt að vera vel undirbúin og grípa ný tækifæri sem gefast í þeim breytingum sem framundan eru. Líkur eru á að um 86% starfa muni breytast á næstu árum, sum af þeim munu hverfa en einnig verða ný til (skv. skýrslu forsætisráðuneytisins 2019, Ísland og fjórða iðnbyltingin).

Einn af lykilþáttum stjórnenda í fjórðu iðnbyltingunni mun snúast um að hafa hæft starfsfólk til að finna nýjar leiðir í sínum störfum í gegnum þær breytingar. Stafræn / rafræn fræðsla snýst um að miðla þekkingu stafrænt til að auka hæfni móttakanda.

Öflugt starfsfólk styrkir ekki eingöngu fyrirtæki, heldur atvinnulífið, samfélagið og lífsgæði okkar. Tæknin í dag gerir okkur kleift að miðla, læra og eflast sem einstaklingar í gegnum stafræna fræðslu. Hún getur sparað tíma, aukið gæði og sveigjanleika við að sækja sér þekkingu með vönduðum vinnubrögðum. Einnig er hægt að auka upplifun með nýjum verkfærum í stafrænni fræðslu sem sífellt er að aukast.

​Ráðgjafar Intellecta hafa mikla reynslu af stafrænni fræðslu og staðbundnum námskeiðum. Veitt er ráðgjöf og þjálfun við að útbúa skilvirk stafræn/rafræn námskeið í hvaða umsjónarkerfi sem notast er við. Ráðgjafar aðstoða þig í hverju skrefi við að útbúa fræðsluna, utanumhald og árangursmælingar.

Stafræn námskeið í boði

Vantar þig stafræn / rafræn örnámskeið fyrir þitt starfsfólk til að efla þekkingu ?

Örnámskeið okkar eru að meðaltali um 5 mínútur hvert og henta í hvaða fræðslukerfi sem er.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að fá aðgang að stafrænum námskeiðum okkar. Við getum notað þitt fræðslukerfi eða aðstoðað við að útvega og innleiða lausnir.  Við hlustum á allar hugmyndir um námskeið og getum gert aðlöguð námskeið, t.d: nýliðakynningar, öryggisnámskeið, áhættustjórnun eða annað.  

Intellecta er í samstarfi við Vyond og sér um endursölu og þjálfun á forritinu á Íslandi og útbýr einnig til örmyndbönd í Vyond.

Dæmi um örnámskeið

 1. Árangursrík samskipti
 2. Skynjun skilaboða
 3. Að tengjast öðrum einstaklingum
 4. Máttur í jákvæðu viðhorfi
 5. Hvað hvetur okkur áfram?
 6. Einelti, áreitni og ofbeldi
 7. Markmiðasetning
 8. Tilfinningagreind
 9. Spurningatækni
 10. Samningatækni
 11. Skapandi hugsun
 12. Stutt árangurssamtöl
 13. Stuttir stöðufundir

Steinunn Ketilsdóttir
Steinunn Ketilsdóttir​Steinunn hefur fjölbreytta reynslu á sviði mannauðsmála og árangursstjórnunar. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Volcano Warmers, mannauðsstjóri HRV Engineering, sem stjórnunarráðgjafi hjá Intellecta, matsaðili fyrir evrópsku gæðaverðlaunin og verið í hlutastarfi hjá Intellecta síðustu ár í mannauðsverkefnum. Steinunn er með háskólamenntun á sviði árangursstjórnunar (M.Sc) frá Aarhus University og viðskiptafræði (B.Sc) frá Háskóla Íslands.

Steinunn Ketilsdóttir

steinunn@intellecta.is

Þórður S. Óskarsson
Þórður S. ÓskarssonÞórður er framkvæmdastjóri Intellecta. Hann leiðir mannauðsráðgjöf fyrirtækisins og sér um ráðningar stjórnenda og lykilstarfsmanna (Executive Search). Hann sinnir úttektum og ráðgjöf vegna stjórnunar, stjórnendaþjálfunar og stjórnendamati. Þórður hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá KPMG og Norðuráli, starfsmannastjóri hjá Eimskip og ráðgjafi hjá City of New York og Sameinuðu þjóðunum í NY. Þórður er með Ph.D. í vinnu- og skipulagssálfræði.

Þórður S. Óskarsson

thordur@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.