Stjórnendaþjálfun


Intellecta leggur áherslu á að bjóða sérhæfð og árangursrík námskeið og þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga fyrirtækja og stofnana.

Sérsniðin þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga

Námskeiðin og þjálfunin eru ætluð stjórnendum og sérfræðingum sem hafa reynslu en vilja auka við hana og einnig „nýjum stjórnendum” sem eru að stíga sín fyrstu spor í stjórnendahlutverkinu.  Boðið er upp á sérsniðna stjórnendaþjálfun fyrir fyrirtæki þar sem eðli þjálfunarinnar og efnisins er þannig að betra er að stjórnendum mismunandi fyrirtækja sé ekki blandað saman.

Stjórnendaþjálfun er víðtækt hugtak

Í samstarfi við erlenda ráðgjafa/þjálfara býður Intellecta upp á öfluga stjórnendaþjálfun fyrir æðstu stjórnendur og aðra skilgreinda hópa. Þjálfunin beinist fyrst og fremst að eftirfarandi þáttum:

  • Leiðtogaþjálfun og liðsvinnu
  • Söluþjálfun og samningatækni
  • Samskiptum við starfsmenn og viðskiptavini
  • Markþjálfun stjórnenda og starfsmanna
  • Einstaklingsþjálfun fyrir æðstu stjórnendur

Ná því besta út úr starfsmönnum með stjórnendaþjálfun

Þjálfunin miðar að því að ná því besta út úr starfsmönnum og það reynir verulega á þá sem taka þátt. Markþjálfun (Coaching) er nýtt á mörgum stigum í stjórnendaþjálfuninni bæði fyrir hópa og maður á mann. Eftir þjálfun eru það athafnir og hegðun sem veita fordæmi, en ekki bara töluð orð, eða eins og sagt er: ,,walk the talk”.  Því er velt upp hvort starfsmenn hafi þau áhrif sem þeir eiga að hafa?  Ennfremur hvort atferli þeirra sé í samræmi við það sem fyrirtækið sækist eftir?

Þjálfunardagar eru 5 – 8 með u.þ.b. eins mánaðar millibili en þannig næst mestur árangur þjálfunarinnar. Að jafnaði eru 8 til 10 einstaklingar (sama fyrirtækis) á hverju námskeiði til að tryggja að allir séu virkir þátttakendur.

Markþjálfun kemur að góðum notum

Stjórnendamarkþjálfun er einnig boðin sem sér lausn þar sem markmiðið er að efla stjórnendur yfir lengra tímabil og hjálpa þeim að gera nýtt atferli og vinnulag að venju.  Þannig getur stjórnendamarkþjálfun náð yfir margra mánaða tímabil með tveimur til fjórum fundum á mánuði.

Við veitum frekari upplýsingar:

Þórður S. Óskarsson

[email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.