Bætt vinnuskipulag


Við hjálpum til við gerð vaktskipulags, samanburð á þeim og berum álag (eftirspurn) saman við mönnun (framboð) til að auðvelda ákvarðanatöku, auka þjónustustig, lífsgæði og minnka sóun.

Betri nýting og bætt vinnuskipulag

Mikil vitundaravakning hefur orðið í heiminum undanfarin ár um jafnvægi vinnu og einkalífs. Í kjölfarið hefur mikið kapp verið lagt á að finna þetta jafnvægi og ein leið til þess er að stilla vinnutíma í hóf og stytta þannig vinnuviku starfsfólks. Þessu er vel hægt að ná fram ásamt því að auka nýtingu vinnuafls þannig að hámarka megi ávinning allra, vinnuveitanda, starfsfólks og viðskiptavina. Sem sagt bætt vinnuskipulag sem er öllum í hag.

Í nútímasamfélagi eru breytingar örar og taka þarf tillit til margvíslegra aðstæðna svo sem kjarasamninga, samkeppni, eftirspurn og væntingum.

Fyrirtæki sem byggja framleiðslu eða þjónustu á vaktavinnu glíma auk þess við áskorun um skipulag og mönnun vinnunnar svo sem því sem snýr að lágmarks mönnun og stöðugri viðveru.

Löng reynsla við gerð vaktskipulaga út frá sviðsmyndum

Leitað hefur verið til Intellecta í gegnum tíðina við aðstoð við skipulag vakta og vinnutíma ásamt samanburði sviðsmynda. Þessa þjónustu höfum við nú þróað lengra í samstarfi við viðskiptavini okkar.

Bætt vinnuskipulag Intellecta sameinar áðurnefnda þætti í ferli þar sem afurðin er skýrsla til samanburðar á sviðsmyndum, t.d. stöðu í dag, hvernig hún yrði ef ekkert yrði að gert t.d. eftir 1. maí 2021 sem og samanburðar sviðsmyndir miðað við breytingu á vinnutíma, vaktaplönum og mönnun.

Skýrslan gerir samanburð sviðsmynda einfaldan, meðal annars út frá:

  • Vaktaálagi
  • Launastuðli (Heildarkostnaður sviðsmyndar x Grunnlaun)
  • Öllum greiddum vinnustundum
  • Öllum unnum vinnustundum
  • Samanburði á launum starfsmanna fyrir og eftir breytingar
  • Hitamyndir sem sýna álagspunkta, svörun á mönnun o.fl.

Greining á álagi og svörun mönnunar opnar nýja möguleika við bætt vinnuskipulag

Auk þess bjóðum við nú upp á að greina vinnuálag niður á hverja klukkustund dag og árstíma. Með því að bera álagið (eftirspurn) saman við mönnun (framboð) og skipulag má meta svörun mönnunar gagnvart álagi, bera saman sviðsmyndir og finna bestu nálgunina við skipulag vinnutíma.

Dæmi eru um að mögulegt sé að snúa yfirvofandi aukningu á kostnaði vegna kjarabreytinga yfir í 10-20% svigrúm vinnuveitanda til frekari fínstillinga, aukningu á þjónustustigi, auknum frítíma og betri nýtingu vinnuafls.

Álag eftir klukkustundum og dögum

Hitamynd sýnir álag (skálduð gögn)

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar Þórðarson

Kristján B. Einarsson

Kristján B. Einarsson