Fjármálaráðgjöf og sala fyrirtækja


Fjármálaráðgjöf Intellecta leggur annars vegar áherslu á kostnaðargreiningu og hagræðingaraðgerðir fyrirtækja og hins vegar söluráðgjöf og hlutafjáröflun.

Fjármálaráðgjöf Intellecta leggur annars vegar áherslu á kostnaðargreiningu og hagræðingaraðgerðir fyrirtækja og hins vegar söluráðgjöf og hlutafjáröflun.  Við vinnum með fyrirtækjum í því að styrkja þeirra fjárhag og skapa tækifæri til arðbærs vaxtar:

  • Greining á kostnaði og kostnaðarskiptingu í arðsemisútreikningum deilda/sviða
  • Gerð fjárhags- og fjárfestingaráætlana
  • Aðgerðir til kostnaðarminnkunar
  • Verðmat fyrirtækja eða rekstrareininga 
  • Söluráðgjöf fyrirtækja
  • Ráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja

Verðmat fyrirtækja og rekstrareininga

Við aðstoðum eigendur fyrirtækja að skipuleggja söluferilinn, leggjum mat á virði félagsins og sölutíma.  Verðmat fyrirtækja grundvallast á fortíðarárangri og framtíðarhorfum.  Við verðmatið beitum við þekktum alþjóðlegum aðferðum sem byggja meðal annars á núvirðisútreikningum, endurmati eigna, endurmati á sjóðsstreymi, hæfni stjórnenda, stöðu á markaði og mörgum fleiri þáttum.   Við tökum einnig að okkur að endurmeta eldri verðmöt frá öðrum matsaðilum.
Verðmatið getur verið hluti af samningi um söluráðgjöf eða sjálfstætt mat óháð söluráðgjöf.

Söluráðgjöf fyrirtækja

Þessi þjónusta er sniðin að þörfum hvers og eins seljanda með því markmiði að hámarka ánægju viðskiptavina við sölu á mikilvægri eign.   Oft á tíðum er verið að selja ævistarf viðkomandi og því mikilvægt að hafa mjög gott samráð við eigandann um hvert skref. Mikilvægt er að nýlegt ársuppgjör eða árshlutauppgjör liggi fyrir og við aðstoðum við gerð áætlana og verðmats hafi það ekki þegar verið framkvæmt.  Lagt er mikið upp úr því að „söluræðan“ sé góð og byggi á haldgóðum rökum. Samningur um söluna getur verið með margvíslegum hætti en oftast er um að ræða lágmarksþóknun fyrir áætlanagerð og verðmat auk þóknunar sem er háð söluvirði viðkomandi fyrirtækis eða rekstrareiningar.  

Ráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja
Við aðstoðum fyrirtæki að sækja sér lánsfé eða nýtt hlutafé.  Þegar leitað er til bankanna eða annarra fjármálafyrirtæja er mikilvægt að hafa nýlegar fjárhagsupplýsingar aðgengilegar og að fyrir liggi áætlun um ráðstöfun fjármagnsins og hvernig endurgreiðslu verði háttað.  Þegar leitað er eftir nýju hlutafé er mikilvægt að hafa fyrirliggjandi verðmat á fyrirtækinu sem við getum tekið að okkur auk rökstuðnings.

Við veitum frekari upplýsingar:

Einar Þór Bjarnason

[email protected]

Agnar Kofoed Hansen

[email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.