Mannauðsstjórnun


Ráðgjafar Intellecta hafa langa og víðtæka reynslu af því að útfæra hinar ýmsu lausnir, móta stefnu og innleiða breytingar með það að markmiði að hámarka getu og hæfni mannauðsins.

Árangur fyrirtækja í hinni hörðu samkeppni veltur æ oftar á þekkingu, færni og getu starfsmanna fyrirtækisins. Athygli stjórnenda beinist því mikið að með hvaða hætti hægt er að nýta krafta og þekkingu starfsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Ekki síður á þetta við um opinberar stofnanir sem þurfa að nýta fjármagn með markvissum og skilvirkum hætti.

Mannauðsstjórnun tekur á mörgum þáttum s.s. boðmiðlun og samskiptum, frammistöðumati, starfsmannaviðtölum, samhæfðu skorkorti, leiðtogaþjálfun, teymisvinnu og fleiru.

Intellecta hefur langa og víðtæka reynslu af því að útfæra hinar ýmsu lausnir, móta stefnu og innleiða breytingar með það að markmiði að hámarka getu og hæfni mannauðsins.

Intellecta býður upp á og hefur m.a. sinnt verkefnum sem snúast um:

  • Uppbygging starfsmannastefnu
  • Starfsgreining
  • Starfsmannahandbók
  • Frammistöðumat
  • Vinnustaðagreining
  • Úrlausn samskipta- og ágreiningsmála
  • Starfsþróunaráætlanir
  • Árangurslaunakerfi
  • Launahús
  • Starfslokaráðgjöf

Við veitum frekari upplýsingar:

Þórður S. Óskarsson
Þórður S. ÓskarssonÞórður er framkvæmdastjóri Intellecta. Hann leiðir mannauðsráðgjöf fyrirtækisins og sér um ráðningar stjórnenda og lykilstarfsmanna (Executive Search). Hann sinnir úttektum og ráðgjöf vegna stjórnunar, stjórnendaþjálfunar og stjórnendamati. Þórður hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá KPMG og Norðuráli, starfsmannastjóri hjá Eimskip og ráðgjafi hjá City of New York og Sameinuðu þjóðunum í NY. Þórður er með Ph.D. í vinnu- og skipulagssálfræði.

Þórður S. Óskarsson

thordur@intellecta.is

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Steinunn Ketilsdóttir
Steinunn Ketilsdóttir​Steinunn hefur fjölbreytta reynslu á sviði mannauðsmála og árangursstjórnunar. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Volcano Warmers, mannauðsstjóri HRV Engineering, sem stjórnunarráðgjafi hjá Intellecta, matsaðili fyrir evrópsku gæðaverðlaunin og verið í hlutastarfi hjá Intellecta síðustu ár í mannauðsverkefnum. Steinunn er með háskólamenntun á sviði árangursstjórnunar (M.Sc) frá Aarhus University og viðskiptafræði (B.Sc) frá Háskóla Íslands.

Steinunn Ketilsdóttir

steinunn@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.