Mannauðsstjórnun


Ráðgjafar Intellecta hafa langa og víðtæka reynslu af því að útfæra hinar ýmsu lausnir, móta stefnu og innleiða breytingar með það að markmiði að hámarka getu og hæfni mannauðsins.

Mannauðsstjórnun hlúir að því mikilvægasta í rekstri margra

Árangur fyrirtækja í hinni hörðu samkeppni veltur æ oftar á þekkingu, færni og getu starfsmanna fyrirtækisins. Athygli stjórnenda beinist því mikið að með hvaða hætti hægt er að nýta krafta og þekkingu starfsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Ekki síður á þetta við um opinberar stofnanir sem þurfa að nýta fjármagn með markvissum og skilvirkum hætti. Góð mannauðsstjórnun er árangursrík leið til að bregðast við með skipulögðum hætti.

Dæmi um verk:

  • Uppbygging starfsmannastefnu
  • Starfsgreining
  • Starfsmannahandbók
  • Frammistöðumat
  • Vinnustaðagreining
  • Úrlausn samskipta- og ágreiningsmála
  • Starfsþróunaráætlanir
  • Árangurslaunakerfi
  • Launahús
  • Starfslokaráðgjöf

Margar hliðar mannauðsstjórnunar

Mannauðsstjórnun tekur á mörgum þáttum s.s. boðmiðlun og samskiptum, frammistöðumati, starfsmannaviðtölum, samhæfðu skorkorti, leiðtogaþjálfun, teymisvinnu og fleiru.

Intellecta hefur langa og víðtæka reynslu af því að útfæra hinar ýmsu lausnir, móta stefnu og innleiða breytingar með það að markmiði að hámarka getu og hæfni mannauðsins.

Við veitum frekari upplýsingar:


Kristján B. Einarsson