Kvitta


Smáforrit Intellecta (Power App) sem hjálpar yfirmönnum að halda utan um og stýra útlögðum kostnaði starfsmanna á auðveldan og öruggan hátt.

Ótvíræður sparnaður

Það er fyrirtækjum oft umtalsverð fyrirhöfn að halda utan um, samþykkja og skrá útlagðan kostnað starfsmanna. Til að einfalda fyrirtækjum umsjón og stýringu þessa ferils, höfum við þróað lausn sem er einfalt og aðgengilegt “Power App” sem heitir Kvitta. Appið og ferilinn má aðlaga að þörfum hvers og eins fyrirtækis óháð því hvaða bókhaldskerfi stofnunin eða fyrirtækið notar.

Hvað er Kvitta?

 • Kvitta gerir starfsmönnum kleift að skrá útlagðan kostnað
 • Kvitta heldur utan um allan skráðan kostnað starfsmanna
 • Kvitta veitir öryggi með formlegu samþykktarferli
 • Kvitta geymir kvittanir og önnur gögn rafrænt
 • Auðvelt er að aðgangsstýra notendum í Kvittu

Hvernig virkar lausnin?

 • Starfsmaður leggur út fyrir vöru og tekur kvittun
 • Starfsmaður opnar Kvittu og skráir inn grunnupplýsingar um kostnaðinn og tekur mynd af kvittun
 • Starfsmaður sendir skráðan kostnað og mynd af kvittun sem beiðni í samþykktarferli
 • Yfirmaður getur þá skoðað kostnaðinn og samþykkt, hafnað eða krafist breytingar á kostnaðinum
 • Starfsmaður fær tilkynningu um niðurstöðu yfirmannsins
 • Ef yfirmaður krefst breytingar á kostnaðinum þá getur starfsmaður farið inn í Kvittu, breytt skráningu og sent aftur inn í samþykktarferli
 • Ef yfirmaður samþykkir kostnaðinn, þá fara gögnin um þann kostnað áfram til bókhalds

Af hverju Kvitta?

 • Ferlið er gert skilvirkara, öruggara og rekjanlegt
 • Dýrmætur tími nýtist til annarra verka
 • Kvittanir og upplýsingar eru aðgengilegar, flokkaðar og geymdar rafrænt

Hvað er Power Apps?

Power Apps er hraðþróunarumhverfi (low code platform) fyrir smáforrit sem gerir fyrirtækjum kleift að koma hugmyndum hraðar í nothæfa afurð. Power Apps er þróað af Microsoft og hentar því einstaklega vel þeim fyrirtækjum sem nú þegar nota lausnir frá Microsoft.

Sjá nánar

Skylt efni:

Nánari upplýsingar veita:

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðni B. Guðnason

Guðni B. Guðnason

Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar Þórðarson