Stefnumótun í upplýsingatækni


Skýr stefna um hagnýtingu byggð á stefnumótun í upplýsingatækni er forsenda þess að ná árangri og skapa grunn að forskoti og framförum.

Stefnumótun í upplýsingatækni getur verið fyrsta skrefið í stafrænni umbreytingu (e. digital transformation),að ná stjórn á kostnaði, undanfari stefnumiðaðrar útvistunar (e. Strategic Outsourcing) eða til að endurmeta stöðu útvistunar og hvar eigi að draga línu á milli innvistunar og útvstunar. 

Stefnumótun í upplýsingatækni er forsenda árangurs

Upplýsingatækni og hlutverk hennar í rekstri er orðið þýðingarmeiri og þarf því að vera drifkraftur breytinga en ekki hindrun. Skýr stefna um hagnýtingu upplýsingatækni er mikilvæg forsenda þess að ná árangri og skapa grunn að forskoti og framförum. Hvort sem það er innan afmarkaðs sviðs fyrirtækisins eða fyrir fyrirtækið í heild sinni, þá er gerð góðrar stefnu upplýsingatæknimála fyrsta skrefið til að færa orku og fjármagn sem er bundið í daglegum rekstri í umbætur sem skila aðgreiningu og árangri. Því miður er það enn víða svo að hlutur daglegs reksturs upplýsingatækninnar hefur aukist til að halda sjó á kostnað umbóta og þróunar.

Ný tækni á að einfalda en ekki flækja

Algengt er að tæknikeðjan lengist vegna innleiðinga á nýjum lausnum en jafn mikilvægt er að einfalda og stytta aftur keðjuna til að halda sveigjanleika í hámarki og rekstrarkostnaði í lágmarki.

Auknar kröfur, samkeppni, tæknileg þróun og í einhverjum tilfellum samrunar hafa valdið því að tæknilegt flækjustig hefur aukist og tæknikeðjan lengst. Slíkt veldur óhagræði og gerir frekari breytingar þyngri, fyrir utan að daglegur rekstur eykst oft á kostnað umbóta og framþróunar.

Mikilvægt er reglulega að stíga tvö skref afturábak og horfa yfir sviðið, sjá stöðuna og búa til stefnu sem tekur mið af stefnu félagsins sem og stöðu og framtíðarhorfur í tæknimálum. Flétta þarf sama verkefni við hæfni mannauðs og ferla.

Dæmi um verkefni sem við fáumst við:  

Guðmundur Arnar Þórðarson

[email protected]

Guðni B. Guðnason

[email protected]

Einar Þór Bjarnason

[email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.