Stefnumótun í upplýsingatækni


Við aðstoðum fyrirtæki við mótun stefnu í upplýsingatækni og innleiðingu hennar.

Upplýsingatækni og hlutverk hennar í rekstri er orðið þýðingarmeira og þarf því að vera drifkraftur breytinga en ekki hindrun. Skýr stefna um hagnýtingu upplýsingatækni er mikilvæg forsenda þess að ná árangri og skapa grunn að forskoti og framförum. Hvort sem það er innan afmarkaðs sviðs fyrirtækisins eða fyrir fyrirtækið í heild sinni, þá er gerð góðrar stefnu upplýsingatæknimála fyrsta skrefið til að færa orku og fjármagn sem er bundið í daglegum rekstri í umbætur sem skila aðgreiningu og árangri. Því miður er það enn víða svo að hlutur daglegs reksturs upplýsingatækninnar hefur aukist til að halda sjó á kostnað umbóta og þróunar.

Algengt er að tæknikeðjan lengist vegna innleiðinga á nýjum lausnum en jafn mikilvægt er að einfalda og stytta aftur keðjuna til að halda sveigjanleika í hámarki og rekstrarkostnaði í lágmarki.

​Stefnumótun í upplýsingatækni getur verið fyrsta skrefið í stafrænni umbreytingu (e. digital transformation),að ná stjórn á kostnaði, undanfari stefnumiðaðrar útvistunar (e. Strategic Outsourcing) eða til að endurmeta stöðu útvistunar og hvar eigi að draga línu á milli innvistunar og útvstunar. 

Við aðstoðum fyrirtæki við mótun stefnu í upplýsingatækni og innleiðingu hennar.

Dæmi um verkefni sem við fáumst við:  

  • Stefnumótun í upplýsingatækni
  • Mótun á vegvísi og umbótum
  • Mat þarfa viðskiptahliðar | viðskiptavina
  • Verkefnastjórnun innleiðingar og breytinga
  • Stöðumat tæknilegs landslags
  • Mat á hæfni
  • Högun stjórnskipulags
  • Aðstoð við innkaup og valferli
Einar Þór Bjarnason
Einar Þór BjarnasonEinar hefur lengi starfað við stjórnunarráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Hann starfaði um árabil hjá ráðgjafafyrirtækinu Accenture og hjá stefnumótunarfyrirtækinu Adcore Strategy. Hann hefur einbeitt sér að stefnumótun og skipulagsbreytingum fyrirtækja ásamt því að aðstoða þau við eflingu stjórnendahópsins. Ennfremur hefur hann í töluverðu mæli tekið að sér verkefnisstjórn stærri sem og smærri verkefna. Einar er með M.Sc. í iðnaðar- og framleiðsluverkfræði og MBA með áherslu á stefnumótun og stjórnun

Einar Þór Bjarnason

einar@intellecta.is

Guðni B. Guðnason
Guðni hefur margháttaða reynslu sem framkvæmdastjóri og forstjóri og stýrt tölvudeildum stórra fyrirtækja m.a. í upplýsingatækni, á fjármálamarkaði og í verslunarrekstri. Guðni var einn af stofnendum Álits sem síðar varð ANZA en það var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfði sig í útvistunarþjónustu í upplýsingatækni og var hann framkvæmdastjóri þess í 9 ár. Guðni var ráðgjafi hjá Deloitte í tæp fimm ár við greiningar á þörfum viðskiptavina og hönnun kerfa og stjórnskipulags sem höfðu að markmiði að auka skilvirkni. Guðni hefur einnig tekið þátt í mótun viðskiptastefnu og upplýsingatæknistefnu, gerð tíma-, aðfanga og kostnaðaráætlana margra fyrirtækja. Guðni er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóli Íslands og útskrifaðist 1986, einnig nám úr CIO Academy: Oxford University og Gartner Group árið 2014.

Guðni B. Guðnason

gudni@intellecta.is

Guðmundur Arnar Þórðarson
Guðmundur Arnar ÞórðarsonGuðmundur leiðir upplýsingatækniráðgjöf sem í felst m.a. í verkefnum við úttektir upplýsingakerfa, hagræðingu, stefnumótun, stjórnskipulagi og útvistun. Guðmundur hefur 20 ára reynslu af upplýsingatækni sem sérfræðingur, ráðgjafi og stjórnandi, en hann starfaði áður hjá Þekkingu. Einnig hefur hann unnið hjá Origo og RB. Guðmundur er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og PMD frá Háskóla Reykjavíkur auk fjölbreyttrar menntunar á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar.

Guðmundur Arnar Þórðarson

gudmundur@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.