Stjórnendamat


Frammistaða stjórnenda er mikilvæg fyrir árangur fyrirtækja. Á þeim hvílir mikilvæg ákvarðanataka, að móta stefnu til framtíðar og að skapa árangursríkt starfsumhverfi fyrir starfsmenn, þannig að hæfileikar starfsmanna njóti sín og árangur náist.

Stjórnendahlutverkið er margbrotið og krefst fjölþættra hæfileika. Því er mikilvægt að meta stöðugt árangur stjórnunar og draga fram það sem vel er gert og bæta það sem ekki er eins gott.

Meðal þeirra aðferða sem við beitum við stjórnendamat eru:

  • Úttekt og greining á stjórnun og árangri
  • 360° stjórnendamat
  • Vinnustaðagreiningar
  • CareerLeader™

Við veitum frekari upplýsingar:

Þórður S. Óskarsson
Þórður S. ÓskarssonÞórður er framkvæmdastjóri Intellecta. Hann leiðir mannauðsráðgjöf fyrirtækisins og sér um ráðningar stjórnenda og lykilstarfsmanna (Executive Search). Hann sinnir úttektum og ráðgjöf vegna stjórnunar, stjórnendaþjálfunar og stjórnendamati. Þórður hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá KPMG og Norðuráli, starfsmannastjóri hjá Eimskip og ráðgjafi hjá City of New York og Sameinuðu þjóðunum í NY. Þórður er með Ph.D. í vinnu- og skipulagssálfræði.

Þórður S. Óskarsson

thordur@intellecta.is

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.