Sjálfvirk skjalagreining


Við hjálpum viðskiptavinum okkar að vinna hratt og örugglega úr skjölum til að auka skilvirkni í sinni starfsemi

Áreiðanleg greining

ABBYY FlexiCapture (FC) skjalagreiningarkerfið gerir notendum kleift að greina innihald skannaðra skjala með aðstoð gervigreindar. ABBYY greinir allskonar skjöl til dæmis PDF, skönnuð og handskrifuð skjöl og skilar innihaldinu á tölvutæku formi.

Skjalagreiningarkerfið tekur sjálfvirkt við skjölum, flokkar þau eftir tegund skjala, greinir þau og tekur út viðeigandi upplýsingar. Loks er gögnum skilað á því formi sem óskað er eftir. Starfsmaður getur farið yfir greiningu kerfisins og lagfært ef þörf er á.

ABBYY FC má setja upp á eigin netþjóni, en einnig býður ABBYY upp á skýjalausn þar sem ABBYY sér um að hýsa kerfið. Notendur hafa aðgang að svokölluðum vefstöðvum (webstations) þar sem hægt er að skanna skjöl, hafa umsjón með og leiðrétta greiningar í vafra.

Aukin sjálfvirkni

Skjalargreiningarkerfið má tengja við RPA (Robotic process automation) og sjálfvirknivæða þannig allt ferlið frá móttöku skjala til skráningar eða frekari eftirvinnslu án þess að mannshöndin komi þar nærri.

Dæmi um greiningu skjala með ABBYY FC

Greining kvittana og reikninga
Afstemmingar með skjalagreiningu og RPA

Nánar um ABBYY

ABBYY er stafrænt gagnagreiningarfyrirtæki sem var stofnað árið 1989. Tæknin er notuð í fyrirtækjum í fjármálum, tryggingum, samgöngum, innan heilbrigðisstofnanna og öðrum atvinnugreinum. Tæknilausnir ABBYY hjálpar fyrirtækjum við að auka skilvirkni og minnka handavinnu. Intellecta er viðurkenndur partner af ABBYY og hófu þau samstarf sitt árið 2020. Það má kynna sér ABBYY enn frekar á heimasíðu þeirra hér.

Skylt efni

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðni B. Guðnason

Guðni B. Guðnason

Alexander Jóhannesson

Alexander Jóhannesson

Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason