Náið samstarf og aðgangur að sérþekkingu
Intellecta býður reynslumikla sérfræðinga til leigu sem hafa víðtæka hagnýta þekkingu og reynslu.
CIO þjónustan er tvískipt:
Formleg umgjörð þar sem við greinum, búum til stefnu og vegvísi að framtíðarmarkmiði ásamt reglulegri eftirfylgni og stuðningi við framkvæmd verkefna. Reglulegt endurmat er svo framkvæmt, eigi síðar en árlega.
Eftir þörfum og óskum viðskiptavina bjóðum við stuðning við verkefnastjóra verkefna og verkefnateymi, sem má skilgreina sem “Program Manager” og leiðum hóp verkefnastjóra og teymi sem heppilegt fyrirkomulag sem bæði býr til rými fyrir fleiri að taka þátt og að búa til nýja þekkingu í hópnum. Að auki höfum við tekið að okkur að stýra lykil verkefnum þar sem óskað er eftir sérhæfðri reynslu eða mikið er í húfi.
Kostnaður er fyrirséður og auðvelt að bera hann saman við að ráða eða fá sérfræðing í tímavinnu
Markmið Intellecta er að auka skilvirkni hjá viðskiptavinum með því að leiða umbætur og framþróun, t.d. endurhögun ferla og aukinni sjálfvirkni. Við gerð samnings eru markmið og áherslur fyrirtækisins skilgreind og samningstími ákveðinn. Hann getur verið 12-36 mánuðir og greitt er fast mánaðarlegt gjald þann tíma fyrir CIO þjónustuna sem er byggð á föstum liðum á samningstímanum þar sem stjórnendur og verkefnastjórar fá nauðsynlegan stuðning og eftirfylgni ásamt aðstoð við endurmat. Samið er sérstaklega um nánari aðkomu að verkefnum og valkvæð atriði í okkar þjónustu.
Dæmi um efnistök samnings um vCIO :
- Stöðumatsgreining í upphafi. Hver er núverandi staða og hvar er þörf úrbóta?
- Skilgreina og skipuleggja aðgerðir og verkefni tiltekins tímabils.
- Sitja ársfjórðungs- eða mánaðarlega fundi með öðrum stjórnendum til að upplýsa og samhæfa þeirra þátt rekstrar í framþróun UT ásamt rýni á stöðu verkefna.
- Valkvætt: Taka þátt í áætlanagerð næsta árs með stjórnendum.
- Valkvætt: Upplýsa aðra stjórnendur um tæknilega þróun sem tengist þeirra rekstri.
- Valkvætt: Aðgengi að hæfni eftir þörfum, sem starfsmenn og stjórnendur leitað til.
- Valkvætt: Aðgengi vegna krísustjórnunar, tökum að okkur að leysa úr og ræða við viðskiptavini um tæknileg vandamál eða uppákomur
- Valkvætt: Byggja upp og viðhalda viðskiptatengslum við lykilbirgja sem taka þátt í tæknirekstri fyrirtækisins.
Árangur byggir á tækni, færni og ferlum
Upplýsingatækni spilar veigamikið hlutverk í árangri fyrirtækja og er mikilvægt verkfæri þegar þarf að samtvinna færni og ferla. Það er því mikilvægt að hafa aðila í liðinu sem getur aðstoðað við að brúa bilin.