Leiga á CIO


Að leigja sérhæfða stjórnendur með reynslu er góður valkostur til að ná árangri og nálgast sérhæfða hæfni sem getur verið erfitt að sækja. Góður CIO hefur hæfni til að brúa viðskiptalegar áherslur, stjórnun og stefnumiðaða hagnýtingu á upplýsingatækni.

Reynslumiklir stjórnendur

Intellecta býður reynslumikla sérfræðinga til leigu sem hafa áratuga reynslu af stjórnun stórra tölvudeilda. Í stað þess að ráða stjórnanda inn í hlutverkið getur verið góður valkostur að fá sérfræðing inn tímabundið. Sérfræðingurinn getur tekið þátt í stefnumótun, áætlanagerð eða eftirfylgni með stærri verkefnum.

Náið samstarf og aðgangur að sérþekkingu

Sérfræðingar Intellecta myndu vinna náið með framkvæmdastjóra eða fjármálastjóra að verkefnum sem byggja á upplýsingatækni. Með því móti er leigður aðgangur að sérþekkingu Intellecta sem byggir ekki aðeins á þekkingu og yfirsýn eins stjórnanda eða starfsmanns heldur breiðari hópi sérfræðinga.

Viðskiptamódel byggja á tækni, færni og ferlum

Upplýsingatækni spilar veigamikið hlutverk í árangri fyrirtækja og er mikilvægt verkfæri þegar þarf að samtvinna færni og ferla. Það er því mikilvægt að hafa aðila í liðinu sem getur aðstoðað við að brúa bilin.

Kynntu þér málið

Guðni B. Guðnason

Guðmundur Arnar Þórðarson