Jafnlaunagreiningar


Intellecta sér um jafnlaunagreiningu fyrir fyrirtæki og tekur að sér að leiða þau í gegnum jafnlaunavottun

Í samfélagi nútímans er gerð mikil krafa um jafnrétti.  Fyrirtæki sem tryggir jafnrétti í launum styrkir ímynd sína og eykur árangur sinn til lengri tíma er litið.  

Jafnlaunagreining Intellecta varpar ljósi á þrenns konar samanburð: í fyrsta lagi milli starfa innan fyrirtækisins, í öðru lagi milli starfa og markaðsins og í þriðja lagi milli kynjanna.  

Jafnlaunagreiningin sýnir hver raunverulegur kynbundinn launamunur er innan fyrirtækisins og gefur leiðbeinir um umbætur sem útrýma hugsanlegum mun.

Við veitum frekari upplýsingar:

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Lydía Ósk Ómarsdóttir
Lydía Ósk Ómarsdóttir​Lydía hefur víðtæka reynslu af hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna ásamt verkefnastjórn fjölþættra verkefna. Hún hefur einnig unnið við stjórnun og ráðningar ásamt gerð og innleiðingu verkferla. Lydía er með BA og Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig stundað MS nám í stjórnun og stefnumótun við sama skóla. ​

Lydía Ósk Ómarsdóttir

lydia@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.