Stjórnarmat


Rannsóknarteymi Intellecta hefur mikla reynslu af framkvæmd stjórnarmats og hefur unnið með bæði skráðum og óskráðum félögum við slíkar rannsóknir

Mikilvægt er fyrir stjórnir fyrirtækja að leggja mat á störf sín og starfshætti og tryggja þannig að góðir og viðurkenndir stjórnarhættir séu viðhafðir við stjórnarstörf. Mikilvægi góðra stjórnarhátta skipta sífellt meira máli. Jákvætt samband er milli góðra stjórnarhátta og jákvæðs rekstrarárangurs þannig að skýr sýn á stjórnarmat er mikilvægur þáttur í fjárfestingarákvörðunum þar sem krafan um gagnsæi verður sífellt háværari.

Í mati á stjórnum er notast við nafnlausa rafræna spurningarlista sem og stjórnarháttarlegt áhættumat. Út úr þessum könnunum eru svo framkvæmd djúpviðtöl við stjórnarmenn og annað starfsfólk sem á í reglulegum samskiptum við stjórn. Þannig er athugað hvort framkvæmd stjórnarhátta sé í samræmi við leiðbeiningar og lýsingar á stjórnarháttum sem gefnar hafa verið út. Niðurstöður og umsagnir eru svo dregnar saman í skýrslu ásamt tillögum að breyttum og bættum stjórnarháttum.

Við veitum frekari upplýsingar:

Einar Þór Bjarnason
Einar Þór BjarnasonEinar hefur lengi starfað við stjórnunarráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Hann starfaði um árabil hjá ráðgjafafyrirtækinu Accenture og hjá stefnumótunarfyrirtækinu Adcore Strategy. Hann hefur einbeitt sér að stefnumótun og skipulagsbreytingum fyrirtækja ásamt því að aðstoða þau við eflingu stjórnendahópsins. Ennfremur hefur hann í töluverðu mæli tekið að sér verkefnisstjórn stærri sem og smærri verkefna. Einar er með M.Sc. í iðnaðar- og framleiðsluverkfræði og MBA með áherslu á stefnumótun og stjórnun

Einar Þór Bjarnason

einar@intellecta.is

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.