Slide 1

Störf í boði

Ert þú að leita að nýju starfi eða vilt hafa augun opin fyrir spennandi tækifærum?

Ráðningaþjónusta Intellecta

Persónuleg þjónusta og metnaður fyrir góðum faglegum ráðningum er okkar ástríða

Góð ráð og sniðmát

Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt.


Intellecta – Skráning í gagnagrunn

Almenn umsókn

Við auglýsum eingöngu hluta af þeim ráðningum sem við erum að vinna að. Settu þig á skrá hjá okkur til að auka möguleika þína á að fá draumastarfið.

IDStarf

PK Verk

Hafnarfjörður

Verkefnastjóri framkvæmda

PK Verk óskar eftir að ráða reynslumikinn og drífandi einstakling í starf verkefnastjóra framkvæmda. Viðkomandi mun meðal annars stýra útboðsverkefnum og þróa útboðsdeild í samvinnu við framkvæmdastjóra.

IDStarf

Múrbúðin

Reykjavík

Aðalbókari

Múrbúðin óskar eftir að ráða traustan og drífandi aðalbókara til starfa á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík. Aðalbókari vinnur náið með og er hluti af stjórnendateymi Múrbúðarinnar og ber viðkomandi m.a. ábyrgð á fjármálum fyrirtækisins, fjárhagsbókhaldi, uppgjörsvinnu og gerð fjárhagsáætlana. Næsti yfirmaður aðalbókara er framkvæmdastjóri.

IDStarf

Sveitarfélagið Skagafjörður

Sauðárkrókur

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða framsækinn og metnaðarfullan einstakling í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Viðkomandi þarf að hafa hæfni til að móta og leiða öflugan hóp starfsfólks og eiga gott samstarf við önnur svið og íbúa sveitarfélagsins. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Um er að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

IDStarf

Umbra - Þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins

Reykjavík

Sérfræðingur í notendaþjónustu

Við leitum að þjónustulunduðum liðsfélaga til að sinna tölvuþjónustu við notendur ráðuneyta og stofnana.

IDStarf

Umbra - Þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins

Reykjavík

Azure sérfræðingur

Við leitum að lausnamiðuðum sérfræðingi við hönnun og innleiðingar á Azure skýjaþjónustum.

IDStarf

Landhelgisgæsla Íslands

Reykjavík

Bókari

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf bókara. Leitað er að sveigjanlegum og talnaglöggum einstaklingi sem hefur gaman af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Um fullt starf er að ræða á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem áhersla er lögð á sveigjanlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Starfsstöð er í Reykjavík og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavik

Forritarar - Margvísleg tækifæri

Erum með áhugaverð störf í boði fyrir háskólamenntaða hugbúnaðarsérfræðinga sem hafa náð góðum árangri í forritun.  

IDStarf

Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavik

Upplýsingatæknisérfræðingar

Óskum eftir að komast í samband við háskólamenntaða upplýsingatæknisérfræðinga sem vilja leita nýrra tækifæra á sviði hugbúnaðargerðar eða annarra starfa á sviði upplýsingatækni.

IDStarf

Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavik

Ertu góður bókari?

Intellecta berast ítrekað beiðnir frá viðskiptavinum um að finna fyrir sig öfluga bókara. Ef þú ert með góða bókhaldsreynslu, hefur jafnvel lokið námi sem viðurkenndur bókari, þá er tilvalið að skrá sig hjá Intellecta.

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson

Hafdís Ósk Pétursdóttir

Hafdís Ósk Pétursdóttir

Helga Birna Jónsdóttir

Helga Birna Jónsdóttir

Henrietta Þóra Magnúsdóttir

Henrietta Þóra Magnúsdóttir

Sigríður Svava Sandholt

Sigríður Svava Sandholt

Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon