Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavik

Reynslumikill sérfræðingur í fræðslumálum

Traust og framsækið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða reynslumikinn sérfræðingi í fræðslumálum innan samstæðu félagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem viðkomandi sinnir verkefnum er varða þarfagreiningu, innleiðingu, skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra verkefna er snúa að fræðslumálum auk þess að móta fræðslustarf og stafræna fræðslu hjá fyrirtækinu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stefnumótun, umsjón með fræðslustefnu og fræðsluáætlun ásamt eftirfylgni
  • Umsjón með fræðslu og þjálfunarmálum
  • Ráðgjöf við stjórnendur
  • Þarfagreining og skipulag námskeiða
  • Utanumhald og þróun stafrænnar fræðslu

Menntunar- og hæfniskröfur:    

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af fræðslumálum og starfsþróun
  • Þekking og/eða reynsla af stafrænni þróun og lausnum í fræðslustarfi
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Afburða tölvuhæfni, nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Teymisvitund, frumkvæði og faglegur metnaður

Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2025, en unnið er úr umsóknum jafnóðum og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt í síma 511 1225.

Lausnamiðað ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum bæði rekstur og mannauð. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.