Verslunin Módern óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi söluráðgjafa til starfa í húsgagnadeild verslunarinnar. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða í líflegu og skemmtilegu umhverfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sala, ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina í verslun
- Öflun nýrra viðskiptavina
- Tilboðsgerð og eftirfylgni
- Samskipti og samstarf við arkitekta
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sölu- og/eða þjónustustörfum
- Fagmennska, metnaður og brennandi áhugi á sölumennsku
- Framúrskarandi samskiptahæfni, þjónustulund og jákvæðni
- Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð hugsun
- Áreiðanleiki, stundvísi og reglusemi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Módern var stofnað árið 2006 og býður húsgögn og gjafavöru frá heimsþekktum vörumerkjum. Gæði vöru og góð þjónusta skiptir okkur í Módern öllu máli og við njótum þess að bjóða Íslendingum í heim fágaðra möguleika. Starfsfólk Módern eru sex talsins. Módern hlaut viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki síðustu fjögur ár, 2022-2025, og viðurkenningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árin 2020-2025. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verslunarinnar www.modern.is.
Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2025. Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.