Reykjavíkurborg

Sviðsstjóri velferðarsviðs

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur þeirra. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd. 

Ein af megináherslum sviðsins næstu fimm árin er innleiðing nýrrar velferðarstefnu Reykjavíkurborgar en einkunnarorð hennar eru Reykjavík – fyrir okkur öll. Stafræn umbreyting á þjónustu, innleiðing laga um farsæld barna og aukið samráð við hagsmunaaðila eru á meðal fjölmargra verkefna í aðgerðaráætlun velferðarstefnunnar. 

Á velferðarsviði starfa um 3.500 manns í 116 starfseiningum, þar af eru 76 starfseiningar sem veita þjónustu allan sólarhringinn. 

Launakjör sviðsstjóra heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri heyrir beint undir borgarstjóra og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er af borgarráði í starf sviðsstjóra til fimm ára. 

Ábyrgðarsvið 

 • Ábyrgð á stjórnun og framkvæmd velferðarþjónustu í umboði velferðarráðs.
 • Undirbúningur mála fyrir velferðarráð og ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins. 
 • Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun ásamt annarri áætlanagerð fyrir velferðarsvið. 
 • Stefnumótun í velferðarmálum í samvinnu við velferðarráð. 
 • Forysta við þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða í velferðarþjónustu, ásamt mati á árangri og eftirliti. 
 • Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum.
 • Samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila um velferðarmál. 
 • Samstarf við opinbera aðila í velferðarmálum innanlands og utan. 
 • Tilheyrir yfirstjórn og neyðarstjórn Reykjavíkurborgar. 

Menntunar- og hæfniskröfur 
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun skilyrði. 
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af velferðarmálum. 
 • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynslu af því að leiða breytingar. 
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum. 
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótunarvinnu, þjónustustarfsemi og áætlunargerð. 
 • Framsýni, metnaður, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. 
 • Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga. 
 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. 
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. 
 • Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. 

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2022. 

Umsjón með ráðningu hefur ráðningastofan Intellecta. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Skipuð verður 3ja manna hæfisnefnd sem mun vinna úr öllum umsóknum í samráði við Intellecta. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Lóa Birna Birgisdóttir sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar ([email protected]). 

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.