Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Reykjavík

Sérfræðingur - fasteignaþróun

FSRE óskar eftir öflugum sérfræðingi til starfa við þróun á eignasafni ríkisins.  Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í þverfaglegu teymi innan nýstofnaðs eignastýringarsviðs stofnunarinnar. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Ábyrgð og helstu verkefni 

 • Greining þróunar- og nýtingartækifæra bygginga og svæða með hliðsjón af skipulagsáætlunum, skipulagskvöðum, nýtingarákvæðum og fyrirkomulagi aðliggjandi bygginga og svæða.
 • Yfirumsjón með þróun einstakra bygginga eða svæða.
 • Samskipti við sveitarfélög, skipulagsyfirvöld og aðra hagsmunaaðila.
 • Gerð og eftirfylgni þróunaráætlana fyrir einstakar byggingar og svæði.
 • Þátttaka í vinnslu langtímaáætlana fyrir opinberar fjárfestingar
 • Þátttaka í viðskiptalegum aðgerðum þróunaráætlunar s.s. aðgerðum við kaup, sölu og leigu einstakra bygginga eða svæða.
 
Menntunar og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði fasteigna-, framkvæmda- eða skipulagsmála er skilyrði.
 • Umtalsverð starfsreynsla sem nýtist í starfi er skilyrði.
 • Reynsla af samstarfi við skipulagsyfirvöld vegna fasteignatengdrar þróunar er kostur.
 • Reynsla af stjórnun og eftirfylgni verkefna er skilyrði.
 • Starfsreynsla eða þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
 • Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Mjög góð tölvufærni.
 • Rík greiningarhæfni og góð færni í framsetningu gagna.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti. Þekking á norðurlandamáli er kostur.

Um Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir:
Framkvæmdasýslan og Ríkiseignir sameinuðu nýverið krafta sína undir heitinu Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE). Sameinuð stofnun þróar og rekur aðstöðu á vegum ráðuneyta, stofnana og annarra ríkisaðila og gegnir með því mikilvægu hlutverki í þjónustu við borgarana. Við erum í dag rúmlega 60 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn og byggjum saman á gildunum: FRAMSÝNI, SAMVINNA OG FAGMENNSKA. Eignasafn FSRE samanstendur af 530 þúsund m² húsnæðis í 380 eignum auk um 300 jarða og landsvæða. Um þessar mundir vinnum við að um 130 þróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins; s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði. Framundan eru spennandi tímar í þróun sameinaðrar stofnunar og lifandi vinnustaðar. Við leitum því að jákvæðu og drífandi fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í vegferðinni með okkur. Nánari upplýsingar er að finna inn á www.fsre.is

Umsóknarfrestur er til og með 22.08 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um störfin. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.