Tandur

Reykjavik

Efnafræðingur og gæðastjóri

Tandur leitar að ábyrgum og metnaðarfullum efnafræðingi/efnaverkfræðingi í starf efnafræðings og gæðastjóra. Í starfi sínu skal starfsmaður leggja sérstaka áherslu á góð samskipti við birgja félagsins og viðskiptavini, öfluga framleiðslueiningu auk vöruþróunar og þekkingar á þeim vörum er félagið dreifir. 

Um Tandur:
Fyrirtækið Tandur var stofnað í Reykjavík þann 9. ágúst 1973. Starfsemi fyrirtækisins snýst um framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og opinberra stofnana. Samhliða framleiðslu, sölu og innflutningi er mikil áhersla lögð á faglega og framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptaaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Hefur yfirumsjón með gæðamálum, vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins
 • Aflar og viðheldur viðskiptasamböndum við hráefnabyrgja fyrirtækisins auk annara sérhæfðra vörubirgja.
 • Vinnur náið með framkvæmdarstjóra varðandi framleiðslumál, vöruþróun og ráðgjöf til viðskiptavina
 • Kynnir sér ítarlega vörur fyrirtækisins og leitar frumkvæðis að nýjungum og endurbótum í vöruúrvali og þjónustu
 • Veitir viðskiptavinum Tandurs ráðgjöf varðandi efnanotkun þegar þess er óskað
 • Aðstoðar við áætlanagerð innkaupa Tandurs. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. efnafræði eða efnaverkfræði
 • Reynsla af gæðamálum og vöruþróun
 • Þjónustulund og framúrskarandi samskiptafærni
 • Nákvæm og skipuleg vinnubrögð
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. 

Upplýsingar um störfin veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Dagbjört Una Helgadóttir ([email protected]) í síma 511 1225.