Vinnueftirlitið

Reykjavik

Leiðtogi vinnuvéla og tækja

Við leitum að framsæknum og drífandi einstaklingum sem njóta sín við að leiða fólk til árangurs.
Vinnueftirlitið þróast í takt við örar breytingar á vinnumarkaði og því höfum við samþykkt nýja stefnu og framtíðarsýn til 2028 og nýtt skipulag. Markmið okkar er að stuðla að bættri vellíðan, heilsu og öryggi starfsfólks þannig að allir komi heilir heim.

Til að styðja við farsæla innleiðingu verða þrír straumar innan nýs sviðs vinnuverndar þar sem kjarnaverkefni stofnunarinnar streyma í gegn. Auglýsum við því eftir þremur leiðtogum til að veita hverjum straumi faglega forystu í samstarfi við sviðsstjóra vinnuverndar.

Við leitum að árangursdrifnum, metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingum sem ná því besta fram hjá samstarfsfólki. Um er að ræða spennandi störf þar sem áhersla er á teymisvinnu, verkefni og góða þjónustu og er mögulegt að sinna þeim frá starfsstöðvum okkar víðs vegar um landið.
Störf leiðtoga tilheyra sviði vinnuverndar. 


Leiðtogar strauma
Helstu verkefni og ábyrgð er að: 

 • Veita viðkomandi straumi faglega forystu í samræmi við stefnumarkandi áherslur hverju sinni
 • Bera ábyrgð á framkvæmd áætlana og greininga vegna verkefna innan straumsins
 • Bera ábyrgð á undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni verkefna í straumnum
 • Bera ábyrgð á flæði verkefna í viðkomandi straumi
 • Þróa og samræma aðferðafræði og verkefnisstjórnun innan sviðsins
 • Innleiða aðferðafræði og verkferla innan viðkomandi straums
 • Fylgja eftir árangursmælingum innan straumsins og að markmið náist
 • Þátttaka í eftirliti
 • Hafa yfirsýn yfir þátttöku starfsfólks innan straumsins í teymum og öðrum verkefnum
 • Hvetja starfsfólk til að ná árangri og styðja þegar þörf krefur

Leiðtogi vinnuvéla og tækja
Hæfniskröfur: 
 • Þekking á vélum og tækjum og farsæl starfsreynsla sem nýtist í starfi s.s. við stjórnun stærri verkefna
 • Reynsla af árangursmiðuðum verkefnum
 • Þjónustumiðuð hugsun
 • Reynsla í að leiða breytinga á árangursríkan hátt
 • Góð skipulagsfærni
 • Framsýni og nýsköpunarhugsun
 • Frábær samskiptafærni og færni til að miðla málum
 • Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu hugarfari
 • Gleði og lausnamiðun
 • Reynsla af hagnýtingu á upplýsingatækni
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
 • Háskólamenntun eða iðnmenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði vélfræði, bifvélavirkjunar, stjórnunar eða í tæknigreinum

Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Senda skal ferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi til starfsins er rökstudd. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.  Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Vinnueftirlitið er með starfsstöðvar á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Ísafirði, Selfossi og Sauðárkróki sem og í Reykjanesbæ og Reykjavík, og er mögulegt að sinna þessum störfum frá þeim stöðum.

Hikið ekki við að vera í sambandi við Hildi Ösp Gylfadóttur, sviðsstjóra fólks, upplýsinga og þróunar [email protected] eða Thelmu Kristínu Kvaran ([email protected]), ráðgjafa hjá Intellecta, til að fá nánari upplýsingar um störfin.
 
Vinnueftirlitið hefur nýja og metnaðarfulla mannauðsstefnu sem og fjar- og viðverustefnu svo dæmi sé tekið. Komdu til okkar og taktu þátt í að gera góðan vinnustað betri.
Frekari upplýsingar um Vinnueftirlitið má sjá á www.vinnueftirlitid.is