Starfsfólk


Þórður S. Óskarsson
Þórður S. ÓskarssonÞórður er framkvæmdastjóri Intellecta. Hann leiðir mannauðsráðgjöf fyrirtækisins og sér um ráðningar stjórnenda og lykilstarfsmanna (Executive Search). Hann sinnir úttektum og ráðgjöf vegna stjórnunar, stjórnendaþjálfunar og stjórnendamati. Þórður hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá KPMG og Norðuráli, starfsmannastjóri hjá Eimskip og ráðgjafi hjá City of New York og Sameinuðu þjóðunum í NY. Þórður er með Ph.D. í vinnu- og skipulagssálfræði.

Þórður S. Óskarsson

thordur@intellecta.is

Þórdís Pétursdóttir
Þórdís vinnur mest að sjálfvirknivæðingu ferla þar sem hún beitir nýjustu verkfærum til að finna bestu lausnina og forrita hana. Hún starfaði áður sem sjúkraþjálfari í Danmörku og vann sjálfstætt sem verktaki á stofu. Þórdís er með B.Sc. í sjúkraþjálfun frá UCC Nordsjælland og BS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Þórdís Pétursdóttir

thordis@intellecta.is

Torfi Markússon
Torfi MarkússonTorfi hefur mikla reynslu af ráðningum stjórnenda, sérfræðinga og annarra lykilmanna. Hann hefur langa og víðtæka reynslu af starfsmannastjórnun og mannauðstengdri ráðgjöf. Hann var m.a. starfsmannastjóri TM Software og dótturfyrirtækja í 10 ár og starfaði einnig í rúm 8 ár sem ráðningastjóri hjá Ráðgarði hf. þar sem hann einbeitti sér að ráðningum stjórnenda og sérfræðinga. Torfi er menntaður rekstrarfræðingur.

Torfi Markússon

torfi@intellecta.is

Thelma Kristín Kvaran
Thelma Kristín Kvaran​Thelma er sérfræðingur í ráðningum og stjórnendaráðgjafi. Hún vinnur með stjórnum og stjórnendum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda, bæði í einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu heilsulind og hefur góða reynslu af mannauðsmálum, stjórnun og rekstri. Thelma hefur umtalsverða reynslu úr fjármálaumhverfinu en hún starfaði sem hópstjóri og ráðgjafi hjá Arion banka og MP banka. Thelma hefur auk þess stjórnunarreynslu úr smásölugeiranum. Thelma er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Thelma Kristín Kvaran

thelma@intellecta.is

Steinunn Ketilsdóttir
Steinunn Ketilsdóttir​Steinunn hefur fjölbreytta reynslu á sviði mannauðsmála og árangursstjórnunar. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Volcano Warmers, mannauðsstjóri HRV Engineering, sem stjórnunarráðgjafi hjá Intellecta, matsaðili fyrir evrópsku gæðaverðlaunin og verið í hlutastarfi hjá Intellecta síðustu ár í mannauðsverkefnum. Steinunn er með háskólamenntun á sviði árangursstjórnunar (M.Sc) frá Aarhus University og viðskiptafræði (B.Sc) frá Háskóla Íslands.

Steinunn Ketilsdóttir

steinunn@intellecta.is

Lydía Ósk Ómarsdóttir
Lydía Ósk Ómarsdóttir​Lydía hefur víðtæka reynslu af hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna ásamt verkefnastjórn fjölþættra verkefna. Hún hefur einnig unnið við stjórnun og ráðningar ásamt gerð og innleiðingu verkferla. Lydía er með BA og Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig stundað MS nám í stjórnun og stefnumótun við sama skóla. ​

Lydía Ósk Ómarsdóttir

lydia@intellecta.is

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Hafdís Ósk Pétursdóttir
Hafdís Ósk er ráðgjafi í ráðningum og mannauðsráðgjafi. Hún starfaði áður sem ráðgjafi hjá MyTimePlan og hefur reynslu af mannauðsmálum, stjórnun og ráðgjöf. Hafdís hefur einnig umtalsverða reynslu af kennslu en hún starfaði lengi sem sérkennslu- og deildarstjóri í leikskóla. Hafdís Ósk er með B.A. í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá sama skóla.

Hafdís Ósk Pétursdóttir

Hafdis@intellecta.is

Guðni B. Guðnason
Guðni hefur margháttaða reynslu sem framkvæmdastjóri og forstjóri og stýrt tölvudeildum stórra fyrirtækja m.a. í upplýsingatækni, á fjármálamarkaði og í verslunarrekstri. Guðni var einn af stofnendum Álits sem síðar varð ANZA en það var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfði sig í útvistunarþjónustu í upplýsingatækni og var hann framkvæmdastjóri þess í 9 ár. Guðni var ráðgjafi hjá Deloitte í tæp fimm ár við greiningar á þörfum viðskiptavina og hönnun kerfa og stjórnskipulags sem höfðu að markmiði að auka skilvirkni. Guðni hefur einnig tekið þátt í mótun viðskiptastefnu og upplýsingatæknistefnu, gerð tíma-, aðfanga og kostnaðaráætlana margra fyrirtækja. Guðni er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóli Íslands og útskrifaðist 1986, einnig nám úr CIO Academy: Oxford University og Gartner Group árið 2014.

Guðni B. Guðnason

gudni@intellecta.is

Guðmundur Arnar Þórðarson
Guðmundur Arnar ÞórðarsonGuðmundur leiðir upplýsingatækniráðgjöf sem í felst m.a. í verkefnum við úttektir upplýsingakerfa, hagræðingu, stefnumótun, stjórnskipulagi og útvistun. Guðmundur hefur 20 ára reynslu af upplýsingatækni sem sérfræðingur, ráðgjafi og stjórnandi, en hann starfaði áður hjá Þekkingu. Einnig hefur hann unnið hjá Origo og RB. Guðmundur er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og PMD frá Háskóla Reykjavíkur auk fjölbreyttrar menntunar á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar.

Guðmundur Arnar Þórðarson

gudmundur@intellecta.is

Einar Þór Bjarnason
Einar Þór BjarnasonEinar hefur lengi starfað við stjórnunarráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Hann starfaði um árabil hjá ráðgjafafyrirtækinu Accenture og hjá stefnumótunarfyrirtækinu Adcore Strategy. Hann hefur einbeitt sér að stefnumótun og skipulagsbreytingum fyrirtækja ásamt því að aðstoða þau við eflingu stjórnendahópsins. Ennfremur hefur hann í töluverðu mæli tekið að sér verkefnisstjórn stærri sem og smærri verkefna. Einar er með M.Sc. í iðnaðar- og framleiðsluverkfræði og MBA með áherslu á stefnumótun og stjórnun

Einar Þór Bjarnason

einar@intellecta.is

Agnar Kofoed Hansen
Agnar Kofoed-Hansen - AndlitAgnar hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi á fjármálamarkaði. Hann sat í stjórn Arion banka í 3 ár og í stjórn Afl sparisjóðs í eitt ár. Þá var hann framkvæmdastjóri fjármála hjá HRV Engineering í 5 ár og bar þar ábyrgð á rekstri verkefnaskrifstofa, tæknimála og fjármálastjórn en HRV sérhæfir sig í verkefnum og verkefnastjórn fyrir álver á Íslandi og erlendis. Agnar var frumkvöðull að stofnun SPRON Factoring hf. og var framkvæmdastjóri félagsins í 7 ár en það var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem sérhæfði sig alfarið í „factoring“ fjármögnun. Áður starfaði Agnar á fjármálamarkaði og við mat á lánshæfi fyrirtækja. Agnar er með M.Sc. í rekstrarverkfræði frá DtU, með próf í fjármálagreiningu og frumkvöðlafræðum frá MIT og með réttindi sem verðbréfamiðlari. Agnar hefur einnig sótt námskeið í verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun og ACC réttindanám sem markþjálfi.

Agnar Kofoed Hansen

agnar@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.