KFUM og KFUK

Reykjavík

Bókari

KFUM og KFUK á Íslandi óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf bókara. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn bókhaldsvinna
  • Frágangur og samskipti við endurskoðanda
  • Umsjón með viðskiptamanna- og lánabókhaldi
  • Innheimta og bókun innborgana
  • Afstemmingar og sjóðsuppgjör
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi 
  • Reynsla og góð þekking á bókhaldi, afstemmingum og uppgjörum
  • Góð almenn tölvukunnátta og góð færni í Excel
  • Reynsla af Business Central er kostur
  • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Lausnamiðuð hugsun, góð samskiptahæfni og jákvætt hugarfar
  • Sveigjanleiki, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Hæfileiki til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmið að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama, sálar og anda. KFUM og KFUK stendur fyrir faglegu barna- og æskulýðsstarfi en félagið starfrækir fimm sumarbúðir, leikskóla og um 30 æskulýðsdeildir víðs vegar um landið, auk þess að standa fyrir leiðtogaþjálfun, námskeiðum og fjölbreyttum viðburðum allt árið í kring.
Skrifstofa félagsins er við Holtaveg 28 í Reykjavík. Aðferð Jesú Krists, að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu er í hávegum höfð í öllu starfi KFUM og KFUK.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.isog þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. 

Nánari upplýsingar veitir Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) í síma 511-1225.  

 

Solution-oriented consulting and recruitment firm

Intellecta is a dynamic recruitment and consulting firm with a unique composition that enables us to understand everything from strategy development, processes and human resources to information technology. We aim to provide consulting that is clear, useful and brings about real positive change.