Hvað gerum við
Ráðgjöf
Við leggjum okkur fram um að veita ráðgjöf sem skapar virðisauka. Því nálgumst við viðfangsefnin á skipulegan og markvissan hátt og virkjum þá þekkingu sem nauðsynleg er til lausnar verkefna. Með skýra framtíðarsýn, útsjónarsemi, þrautseigju og virkri þátttöku allra starfsmanna geta stjórnendur fyrirtækja skapað fyrirtæki sínu þá sérstöðu sem þarf til að það njóti velgengni.
Ráðningar
Vandað og skilvirkt ráðningarferli er mikilvægt hverju fyrirtæki og hefur áhrif á ímynd sérhvers fyrirtækis eða stofnunar. Okkar markmið er að finna einstaklinga sem hafa menntun, reynslu og hæfileika til að skara fram úr í starfi ásamt því að hafa persónuleika sem fellur vel inn í viðkomandi umhverfi og aðstæður.
Rannsóknir
Stjórnendum hvers fyrirtækis er nauðsynlegt að þekkja hvern kima síns reksturs og þann veruleika sem fyrirtækið starfar í, hvort sem um er að ræða viðhorf starfsmanna, viðhorf viðskiptavina, launaþróun á markaði, eða aðra þætti í ytra eða innra umhverfi. Markvissar rannsóknir eru grunnur til að styðja við ákvarðanir og aðgerðir sem hjálpa fyrirtækjum að ná betri árangri.
Leiðarljós Intellecta
Til þess að leysa erfiðustu vandamálin þurfum við besta fólkið. Við vinnum markvisst að því að skapa virðisauka fyrir viðskiptavini okkar. Ráðgjöf okkar og vinna er þeirra ávinningur Þrátt fyrir að sannleikurinn geti verið sár, þá er það hlutverk okkar að koma honum til viðskiptavina.