Stjórnskipulag


Með náinni samvinnu við æðstu stjórnendur vinnum við að mótun og innleiðingu nýs skipulags og vinnubragða

Í samkeppni skiptir rétt stjórnskipulag máli

Stjórnskipulag er skipulag sem jafnframt hvetur starfsmenn til leggja sig alla fram við að vinna að mikilvægustu stefnumálunum og sem skilar fyrirtækinu yfirburðum í samkeppni.

Snýst ekki eingöngu um skipuritið

Með náinni samvinnu við æðstu stjórnendur vinnum við að mótun og innleiðingu nýs skipulags og vinnubragða. Hér er ekki aðeins um að ræða ólík form skipurits og endurgerð ferla heldur er einnig vísað til samheldni, samvinnu, fyrirtækjabrags og umbunarkerfa sem nýtt stjórnskipulag sameinar.

Intellecta býður upp á og hefur m.a. sinnt eftirtöldum verkefnum:

  • Úttekt og greiningu starfshátta
  • Þróun og útfærslu skipurits
  • Skilgreining ábyrgðarskiptingar
  • Skilgreining og uppsetning árangursmælikvarða
  • Stjórnendatakt
  • Mótun fyrirtækjabrags
  • Útfærslu og uppsetningu árangurslaunakerfis
  • Breytingastjórnun, t.d. vegna samruna

Við veitum frekari upplýsingar:

Einar Þór Bjarnason

[email protected]

Kristján B. Einarsson

[email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.