Kjarakannanir


Kjarakönnun Intellecta er framkvæmd árlega og fá íslensk fyrirtæki upplýsingar frá Intellecta um markaðslaun sinna starfsmanna og geta þannig betur stýrt launakostnaði sínum.

Laun eru stærsti útgjaldaliður flestra fyrirtækja. Takmörkuð þekking á launaumhverfi fyrirtækis getur valdið mistökum við ráðningar og leitt til rangrar launastefnu. Hvoru tveggja getur haft kostnaðarsamar afleiðingar fyrir fyrirtækið auk óhagræðis vegna starfsmannaveltu. Góð þekking á launaumhverfinu getur á hinn bóginn skilað sér í miklum sparnaði og hagræðingu. Intellecta hefur um árabil unnið ítarlegar greiningar á launum og heildarkjörum starfsfólks í flestum geirum atvinnulífsins. Reynslan hefur sýnt að þær greiningar verða fljótt lykilatriði í mótun launastefnu og við ráðningar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa tekið þátt.

Fjöldi starfsstétta og hagsmunahópa í þjóðfélaginu þarf að hafa aðgang að greinargóðum og áreiðanlegum upplýsingum um kaup og kjör síns fólks. Erfitt er að ganga til samninga við atvinnurekendur eða opinbera aðila eða ráðleggja einstaklingum í umsóknarferli séu þær upplýsingar ekki fyrir hendi. Intellecta gerir sérhannaðar kjarakannanir ætlaðar öllum þeim hópum og stéttum sem þörf hafa fyrir þessar upplýsingar. Allar kjarakannanir eru lagaðar að þörfum viðkomandi hóps.

Við veitum frekari upplýsingar:

Lydía Ósk Ómarsdóttir
Lydía Ósk Ómarsdóttir​Lydía hefur víðtæka reynslu af hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna ásamt verkefnastjórn fjölþættra verkefna. Hún hefur einnig unnið við stjórnun og ráðningar ásamt gerð og innleiðingu verkferla. Lydía er með BA og Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig stundað MS nám í stjórnun og stefnumótun við sama skóla. ​

Lydía Ósk Ómarsdóttir

lydia@intellecta.is

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.