Upplýsingatækniráðgjöf


Hagnýting upplýsingatækni skilur á milli fyrirtækja sem ná árangri og hinna sem sitja eftir.

Upplýsingatækniráðgjöf fyrir stjórnendur

Hagnýting upplýsingatækni skilur á milli fyrirtækja sem ná árangri og hinna sem sitja eftir. Þeir sem ná árangri vita að svið upplýsingatækninnar er stórt og að nauðsynlegt er að afmarka og velja þætti sem geta veitt forskot. Upplýsingatækniráðgjöf er orðin ein algengasta þjónustan sem stjórnendur nýta til að ná árangri, bæði vegna breytinga í umhverfinu en einnig

Nálgun Intellecta við ráðgjöf er ofan frá og sama má segja um upplýsingatæknina, við horfum á hana ofan frá og tengjum við stefnu, mælikvarða og árangur fyrirtækja en ekki neðan frá sem virðisauka ofan á tæknilausnir.

Engin tvö verkefni eru alveg eins

Það má alltaf finna einhverja þætti upplýsingatækninnar eða starfsemi sem er sambærileg eða jafnvel eins á milli aðila. Það eru hinsvegar alltaf sérkenni sem þróast ásamt því að saga hvers og eins rekstrar hefur áhrif á heildarmyndina, á sama hátt má segja að enginn kúltúr er eins eða samsetning starfsmanna. Af þessum sökum er mikilvægt að nýta staðlaðar lausnir eins og hægt er en vita svo hvar nauðsynlegt er að huga sérstaklega að innleiðingu, hæfni, ferlum, röð verkefna og aðlögunar.

Upplýsingatækniráðgjöf til skemmri eða lengri tíma

Ekkert verkefni í upplýsingatækniráðgjöf er of lítið eða stórt, hvort heldur er spjall og speglun hugmynda eða stefnumótun og allsherjar breytingar á högun og stjórnun upplýsingatæknimála. 

Intellecta getur lagt til upplýsingatæknistjóra til leigu (e. vCIO) sem er hagstæður kostur fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir enda er upplýsingatækni orðin mikilvægur þáttur í árangri og góðri þjónustu. Fyrirkomulag er umsemjanlegt og háð þörfum og aðstæðum hverju sinni.

Dæmi um verkefni sem við tökum að okkur : 

  • Stefnumótun upplýsingatækni
  • Mótun stjórnskipulags til að styðja við stefnu
  • Innleiðing á stefnu – Fólk, ferlar og tækni
  • Þarfagreining fyrir útvistun, útboð og aðstoð við samningagerð
  • Verkefnastjórn og breytingastjórnun
  • Aðstoð við ákvarðanatöku og mat á sviðsmyndum 
  • Aðstoð við val á samstarfsaðilum
  • Val á hugbúnaði, þarfagreining, útboð
  • Aðstoð við eftirlit með t.d. verkefnum
  • Aðstoð við samskipti, t.d. sem óháður þriðji aðili

Guðmundur Arnar Þórðarson

[email protected]

Guðni B. Guðnason

[email protected]

Einar Þór Bjarnason

[email protected]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.