Guðmundur Arnar leiðir upplýsingatækniráðgjöf Intellecta. Hann hefur umfangsmikla reynslu af ráðgjöf og verkefnastýringu stafrænna umbreytingaverkefna fyrir fyrirtæki og hið opinbera. Guðmundur er gjarnan nýttur sem "CIO" og kemur inn í verkefni eftir þörfum. Hann veitir einnig ráðgjöf í tengslum við úttektir á upplýsingakerfum, hagræðingu, verkefnastjórnun, stefnumótun, stjórnskipulag og útvistun.
Guðmundur hefur yfir 20 ára reynslu af upplýsingatækni sem sérfræðingur, ráðgjafi og stjórnandi, en hann starfaði áður hjá Þekkingu og þar á undan hjá Origo og RB.
Guðmundur Arnar er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og PMD frá Háskóla Reykjavíkur auk fjölbreyttrar menntunar á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar.