Guðmundur Arnar Þórðarson – Sérfræðingur og ráðgjafi í upplýsingatækni og stafrænni umbreytingu
Guðmundur Arnar leiðir upplýsingatækniráðgjöf Intellecta og hefur starfað í greininni frá árinu 1999. Með yfir 25 ára reynslu í stjórnunarstörfum, ráðgjöf og verkefnastýringu hefur hann leitt fjölmörg stafræn umbreytingaverkefni fyrir fyrirtæki og hið opinbera. Hann er sérhæfður í stefnumótun, stjórnskipulagi, útvistun og hagræðingu, auk þess að sinna úttektum á upplýsingakerfum og leiða innleiðingu nýrra lausna.
Með djúpa þekkingu á upplýsingatækni og rekstri er Guðmundur oft fenginn inn sem tímabundinn CIO og veitir aðkeypta stjórnunarþjónustu eftir þörfum viðskiptavina. Áður en hann gekk til liðs við Intellecta starfaði hann hjá Þekkingu, Origo og RB, þar sem hann sinnti lykilhlutverkum sem sérfræðingur, í verkefnastjórnun, tæknilegri ráðgjöf og stjórnandi.
Guðmundur Arnar er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og PMD-nám frá Háskóla Reykjavíkur, auk sérhæfðrar menntunar í upplýsingatækni og verkefnastjórnun. Með áratuga reynslu af tæknigeiranum og þróun hans hefur Guðmundur unnið með fjölbreyttum fyrirtækjum að nýsköpun, stafrænni þróun og skipulagningu tæknilegra innviða.
Guðmundur Arnar Þórðarson
Sími: +354 511-1225 | 617-3157 | Tölvupóstur: [email protected]
Linkedin prófíll