Slide 1

Störf í boði

Ert þú að leita að nýju starfi eða vilt hafa augun opin fyrir spennandi tækifærum?

Ráðningaþjónusta Intellecta

Persónuleg þjónusta og metnaður fyrir góðum faglegum ráðningum er okkar ástríða

Góð ráð og sniðmát

Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt.


Störf: Skráning í gagnagrunn Intellecta

Almenn umsókn

Við auglýsum eingöngu hluta af þeim störfum sem við erum að vinna að. Settu þig á skrá hjá okkur til að auka möguleika þína á að fá draumastarfið.

IDStarf

Knattspyrnufélagið Valur

Reykjavik

Starfsmaður í húsvörslu og þrif

Knattspyrnufélagið Valur óskar eftir duglegum og þjónustulunduðum einstaklingi til að sinna húsvörslu, gæslu og daglegum þrifum í íþróttahúsi félagsins, ásamt þjónustu við iðkendur. Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með að umgangast börn og unglinga. Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2025.

IDStarf

Húnaþing vestra

Hvammstangi

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leiðtoga til að leiða umhverfis-, veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í ráðhúsi Húnaþings vestra á Hvammstanga.

IDStarf

Verksýn

Reykjavik

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja

Verksýn óskar eftir að ráða öflugan og skipulagðan einstakling í stöðu aðstoðarmanns ráðgjafa í viðhalds- og endurbótaverkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2025.

IDStarf

Matvælastofnun

Selfoss

Sviðsstjóri þróunar og umbóta

Matvælastofnun óskar eftir að ráða framsækinn leiðtoga í starf sviðsstjóra þróunar og umbóta með áherslu m.a. á stafræna uppbyggingu.

IDStarf

Landhelgisgæsla Íslands

Suðurnes/Reykjavík

Sérfræðingar tækni- og kerfismála á varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands

Hefur þú góða þekkingu og reynslu af tækni- og kerfismálum og langar að prófa nýjar áskoranir? Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum og traustum liðsfélögum í samhentan hóp sérfræðinga á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem bera ábyrgð á sérhæfðum tækni- og kerfismálum, þar með talið rekstri, viðhaldi, uppsetningu og þróun á tækni- og kerfisbúnaði Atlantshafsbandalagsins hér á landi. 

IDStarf

Kælismiðjan Frost

Garðabær

Vélstjóri/vélvirki í þjónustu

Kælismiðjan Frost óskar eftir að ráða sjálfstæðan einstakling með menntun á sviði vélvirkjunar til að sinna vinnu við uppsetningu og þjónustu við kælikerfi. Starfsstöðin er að Suðurhrauni 12b í Garðabæ þar sem starfar hópur af frábæru og reynslumiklu starfsfólki Frost í góðu vinnuumhverfi.

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavík

Launafulltrúi

Fyrirtæki á stór höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða öflugan launafulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt starf í lifandi starfsumhverfi.

IDStarf

Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavik

Ertu góður bókari?

Intellecta berast ítrekað beiðnir frá viðskiptavinum um að finna fyrir sig öfluga bókara. Ef þú ert með góða bókhaldsreynslu, hefur jafnvel lokið námi sem viðurkenndur bókari, þá er tilvalið að skrá sig hjá Intellecta.

Við veitum frekari upplýsingar:


Birna Dís Bergsdóttir

Birna Dís Bergsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Lovísa Kristín Þórðardóttir

Lovísa Kristín Þórðardóttir

Sigríður Svava Sandholt

Sigríður Svava Sandholt

Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon

Þuríður Pétursdóttir

Þuríður Pétursdóttir