Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum bæði rekstur og mannauð. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.
Vandað ráðningarferli getur tryggt að þú finnir bestu manneskjuna fyrir starfið. Hjá Intellecta starfa ráðgjafar á ráðningasviði með áralanga reynslu af því að tengja rétt fólk við réttu störfin.
Stefnumótun er mikilvæg en það skiptir máli hvernig hún er útfærð því ekkert fyrirtæki er eins. Ráðgjafar Intellecta hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og tækifærum framtíðar. Við leiðum viðskiptavini áfram í átt að markmiðum sínum.
Kjarakönnun Intellecta og forstjóralaunaskýrsla okkar veita fyrirtækjum trausta og nákvæma innsýn í markaðslaun á íslenskum vinnumarkaði.
Við framkvæmum einnig rannsóknir á hverju því sem getur gefið viðskiptavinum okkar mikilvægar upplýsingar til að taka betri ákvarðanir.