Slide 1

Störf í boði

Ert þú að leita að nýju starfi eða vilt hafa augun opin fyrir spennandi tækifærum?

Ráðningaþjónusta Intellecta

Persónuleg þjónusta og metnaður fyrir góðum faglegum ráðningum er okkar ástríða

Góð ráð og sniðmát

Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt.


Intellecta – Skráning í gagnagrunn

Almenn umsókn

Við auglýsum eingöngu hluta af þeim ráðningum sem við erum að vinna að. Settu þig á skrá hjá okkur til að auka möguleika þína á að fá draumastarfið.

IDStarf

Víkurskóli

Þroskaþjálfi

Víkurskóli, Vík í Mýrdal, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða einstakling með sambærilega menntun í 80-100% starf skólaárið 2024-2025.

IDStarf

Hampiðjan

Starfsmaður á skrifstofu

Býrð þú yfir framúrskarandi skipulagshæfni, lausnarmiðaðri hugsun og jákvæðni? Þá erum við að leita að þér. Hampiðjan óskar eftir að ráða drífandi sérfræðing á skrifstofu forstjóra í fjölbreytt skrifstofustörf.

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Rekstrarsérfræðingur

Rótgróið og alþjóðlegt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða öflugan rekstrarsérfræðing. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

IDStarf

Landhelgisgæsla Íslands

Reykjavík

Sérfræðingur í reikningshaldi

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í reikningshaldi. Leitað er að talnaglöggum einstaklingi sem nýtur þess að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í góðu teymi. Um fullt starf er að ræða á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem áhersla er lögð á sveigjanlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Starfsstöð er í Reykjavík og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

IDStarf

Skaftárhreppur

Kirkjubæjarklaustur

Kennarar og stuðningsfulltrúi í Kirkjubæjarskóla

Nýr sameiginlegur skóli á Kirkjubæjarklaustri, Kirkjubæjarskóli, auglýsir eftir kennurum og stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2024-2025. Lausar eru stöður umsjónarkennara á yngsta,-mið- og unglingastigi, staða verkgreinakennara auk íþrótta-og sundkennara. Einnig er leitað að áhugasömum einstaklingi í starf stuðningsfulltrúa. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Í boði er viðbótarkennsla í stærðfræði og náttúrufræði á mið- og unglingastigi.

IDStarf

Staðlaráð Íslands - Íslenskir staðlar

Kópavogur

Verkefnastjóri stöðlunarverkefna

Vilt þú vinna með fjölbreyttum hópi sérfræðinga á sviði mannvirkjamála? Staðlaráð Íslands óskar eftir að ráða drífandi liðsfélaga sem býr yfir haldgóðri þekkingu og reynslu af mannvirkjamálum og vill verða hluti af metnaðarfullu teymi sem leysir flóknar áskoranir með hagaðilum.

IDStarf

Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavik

Upplýsingatæknisérfræðingar

Óskum eftir að komast í samband við háskólamenntaða upplýsingatæknisérfræðinga sem vilja leita nýrra tækifæra á sviði hugbúnaðargerðar eða annarra starfa á sviði upplýsingatækni.

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson

Avatar

Birna Dís Bergsdóttir

Helga Birna Jónsdóttir

Helga Birna Jónsdóttir

Henrietta Þóra Magnúsdóttir

Henrietta Þóra Magnúsdóttir

Sigríður Svava Sandholt

Sigríður Svava Sandholt

Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon