Slide 1

Störf í boði

Ert þú að leita að nýju starfi eða vilt hafa augun opin fyrir spennandi tækifærum?

Ráðningaþjónusta Intellecta

Persónuleg þjónusta og metnaður fyrir góðum faglegum ráðningum er okkar ástríða

Góð ráð og sniðmát

Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt.


Intellecta – Skráning í gagnagrunn

Almenn umsókn

Við auglýsum eingöngu hluta af þeim ráðningum sem við erum að vinna að. Settu þig á skrá hjá okkur til að auka möguleika þína á að fá draumastarfið.

IDStarf

Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavik

Ertu góður bókari?

Intellecta berast ítrekað beiðnir frá viðskiptavinum um að finna fyrir sig öfluga bókara. Ef þú ert með góða bókhaldsreynslu, hefur jafnvel lokið námi sem viðurkenndur bókari, þá er tilvalið að skrá sig hjá Intellecta.

IDStarf

Lyfjastofnun

Reykjavík

Verkefnastjóri skráninga

Lyfjastofnun auglýsir laust starf verkefnastjóra skráninga í ferlastjórnunarteymi. Teymið heyrir undir gæðamat og er á sviði mats og skráningar lyfja. Leitað er að jákvæðum, drífandi og nákvæmum einstaklingi til að sinna verkefnastjórnun og umsjón lyfjaskráninga . Um 100% starf er að ræða og kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

IDStarf

Mýrdalshreppur

Byggingarfulltrúi

Mýrdalshreppur óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í stöðu byggingafulltrúa. Byggingafulltrúi heyrir beint undir sveitarstjóra og ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingaeftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 123/2010 og reglugerðir. Um fjölbreytt starf er að ræða í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Sveitarfélagið aðstoðar viðkomandi við að finna húsnæði á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

IDStarf

Mýrdalshreppur

Reykjavik

Lýðheilsufulltrúi

Mýrdalshreppur auglýsir laust til umsóknar fjölbreytt og spennandi starf lýðheilsufulltrúa. Verkefni lýðheilsufulltrúa eru meðal annars verkefnavinna og stefnumótun í heilsu-, æskulýðs- og tómstundamálum sveitarfélagsins og þá er viðkomandi einnig tengiliður þess við félagasamtök sem eru með skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf. Leitað er að kraftmiklum aðila með forystu- og skipulagshæfileika, jákvætt viðhorf og metnað til að taka þátt í uppbyggingu og umbótum í lýðheilsumálum. Sveitarfélagið aðstoðar viðkomandi við að finna húsnæði á svæðinu og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

IDStarf

Amazingtours

Reykjavik

Ævintýrahönnuður

Amazingtours ehf. óskar eftir að ráða ævintýrahönnuð til að hanna og skipuleggja ferðir viðskiptavina um Ísland. Þekking á staðháttum á Íslandi, hugmyndaauðgi og lausnamiðuð hugsun eru á meðal eiginleika sem viðkomandi þarf að búa yfir.

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavik

Forritarar - Margvísleg tækifæri

Erum með áhugaverð störf í boði fyrir háskólamenntaða hugbúnaðarsérfræðinga sem hafa náð góðum árangri í forritun.  

IDStarf

Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavik

Upplýsingatæknisérfræðingar

Óskum eftir að komast í samband við háskólamenntaða upplýsingatæknisérfræðinga sem vilja leita nýrra tækifæra á sviði hugbúnaðargerðar eða annarra starfa á sviði upplýsingatækni.

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson

Hafdís Ósk Pétursdóttir

Hafdís Ósk Pétursdóttir

Helga Birna Jónsdóttir

Helga Birna Jónsdóttir

Henrietta Þóra Magnúsdóttir

Henrietta Þóra Magnúsdóttir

Sigríður Svava Sandholt

Sigríður Svava Sandholt

Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon