Slide 1

Störf í boði

Ert þú að leita að nýju starfi eða vilt hafa augun opin fyrir spennandi tækifærum?

Ráðningaþjónusta Intellecta

Persónuleg þjónusta og metnaður fyrir góðum faglegum ráðningum er okkar ástríða

Góð ráð og sniðmát

Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt.


Intellecta – Skráning í gagnagrunn

Almenn umsókn

Við auglýsum eingöngu hluta af þeim ráðningum sem við erum að vinna að. Settu þig á skrá hjá okkur til að auka möguleika þína á að fá draumastarfið.

IDStarf

dk hugbúnaður

Kópavogur

Sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs

dk hugbúnaður óskar eftir ráða framsýnan og árangursdrifinn einstakling til að leiða sölu- og markaðsmál fyrirtækisins. Sviðsstjóri ber ábyrgð á að hámarka möguleika söluteymis, stýra gerð söluáætlana og fylgja eftir markmiðum ásamt virkri miðlun og samskiptum við eigendur. Auk þess tekur sviðsstjóri þátt í stefnumótun fyrirtækisins og áætlanagerð um frekari sókn og vöxt ásamt öðrum í framkvæmdastjórn. 

IDStarf

Thor Ice

Reykjavík

Vélvirki/vélstjóri

Vegna mjög mikillar söluaukningar á lausnum fyrirtækisins erlendis leitar Thor Ice Chilling Solutions að öflugum einstaklingi í starf vélvirkja/vélstjóra. Í boði er fullt starf á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík.

IDStarf

Thor Ice

Reykjavík

Rafvirki

Thor Ice Chilling Solutions leitar að öflugum einstaklingi í starf rafvirkja. Í boði er fullt starf á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík.

IDStarf

Thor Ice

Reykjavík

Uppsetningarstjóri

Vegna mjög mikillar söluaukningar á lausnum fyrirtækisins erlendis leitar Thor Ice Chilling Solutions að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi í starf uppsetningarstjóra fyrir  lausnir fyrirtækisins. Um fullt starf er að ræða á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík.

IDStarf

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

Selfoss

Framkvæmdastjóri

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða drífandi leiðtoga í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða spennandi stjórnunarstarf þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika.

IDStarf

VSB

Hafnarfjörður

Veghönnuður

VSB verkfræðistofa óskar eftir áhugasömum, sjálfstæðum og drífandi tækni- eða verkfræðingi með sérhæfingu í hönnun gatna og vega á byggðatæknisviði fyrirtækisins. Í boði eru fjölbreytt verkefni á fjölskylduvænum vinnustað með góðum starfsanda.

IDStarf

VSB

Hafnarfjörður

Tækniteiknari

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan og reynslumikinn tækniteiknara til framtíðarstarfa. Í boði eru spennandi verkefni á byggingasviði og byggðatæknisviði í góðu starfsumhverfi.

IDStarf

VSB

Hafnarfjörður

Gatna- og veituhönnuður

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan og skipulagðan einstakling í starf hönnuðar gatna- og veitukerfa. Hönnuður gatna- og veitukerfa starfar á byggðatæknisviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

IDStarf

VSB

Hafnarfjörður

Burðarvirkjahönnuður

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf hönnuðar burðarvirkja. Hönnuður burðarvirkja starfar á byggingarsviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

IDStarf

VSB

Hafnarfjörður

Sviðsstjóri samgöngu- og skipulagssviðs

​​​​​​​VSB óskar eftir öflugum leiðtoga til að stýra sviði samgangna og skipulags á VSB verkfræðistofu. Viðkomandi hefur yfirumsjón með daglegri stjórnun sviðsins og situr i í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Starfið býður upp á fjölbreytt verkefni á fjölskylduvænum vinnustað með góðum starfsanda.

IDStarf

VSB

Hafnarfjörður

Verkefnastjóri

VSB óskar eftir að ráða reynslumikinn verkefnastjóra til þess að stýra fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Viðkomandi kemur til með að stýra verkefnum þvert á öll svið fyrirtækisins og heyrir undir framkvæmdastjóra. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

IDStarf

Stafrænt Ísland

Reykjavík

Gagnastjóri (e. Chief Data Officer)

​​​​​​​Sérð þú tækifæri í að nýta gögn til að bæta stafræna þjónustu, taka upplýstari ákvarðanir og stuðla að því að Ísland verði leiðandi í gagnadrifinni nýsköpun á alþjóðavísu? Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með málefni upplýsingatækni, stafrænnar umbreytingar og gagna íslenska ríkisins og leitar nú að öflugum og metnaðarfullum gagnastjóra. Starfið er hjá Stafrænu Íslandi, einingu innan ráðuneytisins, sem vinnur með opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og einfalda líf fólks.

IDStarf

Hafnarfjarðarbær

Hafnarfjörður

Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs

Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum stjórnanda til að leiða þjónustu- og þróunarsvið Hafnarfjarðarbæjar. Sviðið er eitt þriggja stoðsviða sveitarfélagsins og ber ábyrgð á stafrænni þróun, upplýsingatæknimálum og rafrænni stjórnsýslu.

IDStarf

Reykjavíkurborg

Reykjavík

Sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. ​​​​​​​Menningar- og íþróttasvið er tiltölulega nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem varð til með sameiningu menningar- og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs 1. janúar 2023. Menningar- og íþróttasvið ber ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu menningarstofnana, íþróttamannvirkja og margvíslegum stuðningi og samstarfi við menningar- og íþróttalífið.

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Öflugir bókarar óskast

Intellecta berast ítrekað beiðnir frá viðskiptavinum um að finna fyrir sig öfluga bókara. Ef þú ert með góða bókhaldsreynslu, hefur jafnvel lokið námi sem viðurkenndur bókari, þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Launasérfræðingur

Traust fyrirtæki á höfuðborgasvæðinu óskar eftir að ráða metnaðarfulla manneskju í starf launasérfræðings. Viðkomandi mun hafa það meginhlutverk að sinna launavinnslu ásamt umsjón og eftirliti með tímaskráningum starfsfólks auk fjölda annarra spennandi verkefna.

IDStarf

Viðskiptavinir Intellecta

Reykjavík

Upplýsingatæknisérfræðingar

​​​​​​​Ert þú í leit að nýjum tækifærum á sviði hugbúnaðargerðar eða annarra starfa á sviði upplýsingatækni? Við óskum eftir háskólamenntuðum upplýsingatæknisérfræðingum á skrá.

Við veitum frekari upplýsingar:


Birna Dís Bergsdóttir

Birna Dís Bergsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Sigríður Svava Sandholt

Sigríður Svava Sandholt

Sóllilja Rut Kristbjörnsdóttir

Sóllilja Rut Kristbjörnsdóttir

Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon

Þuríður Pétursdóttir

Þuríður Pétursdóttir