Thelma er sérfræðingur í ráðningum og stjórnendaráðgjafi. Hún vinnur með stjórnum og stjórnendum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda, bæði í einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Thelma hefur umfangsmikla reynslu af ráðgjöf til hæfnisnefnda í tengslum við ráðningar æðstu stjórnenda en að auki situr hún í tilnefningarnefnd NOVA.
Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu heilsulind og hefur góða reynslu af mannauðsmálum, stjórnun og rekstri. Thelma hefur umtalsverða reynslu úr fjármálaumhverfinu en hún starfaði sem hópstjóri og ráðgjafi hjá Arion banka og MP banka. Thelma hefur auk þess stjórnunarreynslu úr smásölugeiranum.
Thelma er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Thelma Kristín Kvaran
Sími: +354 511-1225 | 690-7643 | Tölvupóstur: [email protected]
Linkedin prófíll