Umsækjendur


Ráðgjafar Intellecta vinna markvisst að því að hæfileikaríkir einstaklingar fái störf þar sem þekking, geta og áhugi þeirra nýtist sem best.

Ef þú ert í leit að nýju starfi eða opin(n) fyrir spennandi tækifærum þá er fyrsta skrefið að skrá sig og leggja inn ferilskrá (CV), þar sem einungis hluti starfa í boði er auglýstur. Intellecta varðveitir öll gögn umsækjanda í fullkomnum trúnaði og eru þau ekki kynnt fyrir viðskiptavinum nema í samráði við hann.

Ferilskrá umsækjenda

Mikilvægt er að með umsókn fylgi ferilskrá með yfirliti starfs- og námsferils og öðru sem skiptir máli varðandi bakgrunn umsækjanda. Miklu máli skiptir að vanda til uppsetningar á ferilskrá. Æskilegt er að hún sé 1-2 blaðsíður. Gagnlegt er að biðja einhvern að lesa ferilskrána yfir og koma með ábendingar um það sem betur má fara áður en hún er send.

Meðal þess sem æskilegt er að komi fram er eftirfarandi

  • Upplýsingar um persónulega hagi
  • Menntun og námsferill
  • Starfsreynsla og lýsing á helstu verkefnum
  • Tölvu-/ og tungumálakunnátta
  • Annað sem umsækjandi vill að komi fram
  • Umsagnaraðilar
  • Teljið fyrst upp það nýjasta í starfsreynslu og menntun

Dæmi um skjöl

Við veitum frekari upplýsingar:


Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon