Stjórnarseta


Markmiðið er að byggja upp hæfa stjórn sem m.a. felst í því að leiða saman öfluga einstaklinga sem hver um sig hefur viðeigandi menntun og reynslu sem nýtist fyrirtækinu.

Kröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) sem stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum þurfa að uppfylla

Gefnar hafa verið út leiðbeinandi reglur um stjórnarhætti.  Samsetning stjórna og skilvirkni eru lykilatriði til að vel takist í stjórnum fyrirtækja.

Af þessum sökum hafa sjónir manna beinst í meira mæli að ráðningu óháðra aðila sem búa yfir ákveðinni þekkingu til að taka að sér störf sem þessi.  Intellecta hefur um árabil verið stjórnum stórra sem og smærri fyrirtækja innan handar í ýmsum verkefnum. 

Leit að stjórnarmönnum fer (nær eingöngu) fram með óformlegum hætti. 

Sú þjónusta sem Intellecta býður stjórnum fyrirtækja á þessu sviði felst í eftirfarandi

  • Skilgreining þarfa miðað við verkefni sem eru framundan
  • Skilgreining einstakra hlutverka í stjórn
  • Leit að hæfum einstaklingum til að taka að sér ákveðin stjórnarstörf
  • Vinna drög að siðareglum og verklagsreglum í samvinnu við stjórn
  • Aðstoð við mat á frammistöðu stjórnar og einstakra stjórnarmanna

Þeir aðilar sem áhuga hafa og vilja opna á möguleika til að vera þátttakendur í stjórnum fyrirtækja er bent á að hafa samband við sérfræðinga Intellecta.  Einnig er þeim aðilum sem hafa það hlutverk að gera tillögur um einstaklinga í stjórn bent á þá ráðgjöf sem Intellecta veitir á þessu sviði.

Við veitum frekari upplýsingar:


Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason

Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran