Þjónustukannanir


Intellecta býður upp á kannanir sem mæla ánægju viðskiptavina með þjónustu fyrirtækja sem og aðra viðhorfsþætti.

Þjónustukannanir eru góður grunnur fyrir árangursríkt markaðsstarf

Árangursríkt markaðsstarf er forsenda þess að fyrirtæki lifi og dafni. Meginmarkmið markaðsstarfs eru tvö: Að halda núverandi viðskiptavinum og afla nýrra.  Viðskipti núverandi viðskiptavina mynda rekstrarlegan grunn hvers fyrirtækis. 

Óánægður viðskiptavinur er líklegri til að segja frá

Ef fyrirtæki þekkir eða fylgist ekki með viðhorfum viðskiptavina, er hætta á að missa þá úr viðskiptum. Gjarnan án þess að þekkja ástæðuna eða átt tækifæri til að bregðast við.  Það er alkunna að óánægður viðskiptavinur er líklegri til að segja frá en að hrósa því sem vel er gert.

Góð þekking á viðskiptavinum og viðhorfum þeirra til fyrirtækisins er forsenda þess að halda þeim ánægðum og í viðskiptum. Vel hannaðar og framkvæmdar kannanir hjá viðskiptavinum geta skipt sköpum.

Intellecta býður upp á kannanir sem mæla ánægju með þjónustu fyrirtækja og aðra þætti sem hafa áhrif á viðhorf viðskiptavina.

Við veitum frekari upplýsingar:


Kristján B. Einarsson

Kristján B. Einarsson