Þjónustukannanir


Intellecta býður upp á kannanir sem mæla ánægju viðskiptavina með þjónustu fyrirtækja sem og aðra viðhorfsþætti.

Árangursríkt markaðsstarf er forsenda þess að fyrirtæki lifi og dafni. Meginmarkmið markaðsstarfs eru tvö: Að halda núverandi viðskiptavinum og afla nýrra.  Viðskipti núverandi viðskiptavina mynda rekstrarlegan grunn hvers fyrirtækis.  Ef fyrirtæki þekkir eða fylgist ekki með viðhorfum viðskiptavina, er hætta á að missa þá úr viðskiptum. Gjarnan án þess að þekkja ástæðuna eða átt tækifæri til að bregðast við.  Það er alkunna að óánægður viðskiptavinur er líklegri til að segja frá en að hrósa því sem vel er gert.

Góð þekking á viðskiptavinum og viðhorfum þeirra til fyrirtækisins er forsenda þess að halda þeim ánægðum og í viðskiptum. Vel hannaðar og framkvæmdar kannanir hjá viðskiptavinum geta skipt sköpum.

Intellecta býður upp á kannanir sem mæla ánægju með þjónustu fyrirtækja og aðra þætti sem hafa áhrif á viðhorf viðskiptavina.

Við veitum frekari upplýsingar:

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Lydía Ósk Ómarsdóttir
Lydía Ósk Ómarsdóttir​Lydía hefur víðtæka reynslu af hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna ásamt verkefnastjórn fjölþættra verkefna. Hún hefur einnig unnið við stjórnun og ráðningar ásamt gerð og innleiðingu verkferla. Lydía er með BA og Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig stundað MS nám í stjórnun og stefnumótun við sama skóla. ​

Lydía Ósk Ómarsdóttir

lydia@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.