Ráðningar
Með ástríðu, fagmennsku og víðtækri þekkingu finnum við rétta fólkið.
Við bjóðum upp á fjölbreytta ráðningaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Við finnum fólkið fyrir þig
Við bjóðum upp á heildstæða ráðningaþjónustu:
- Ráðningar stjórnenda og sérfræðinga
- Opinberar ráðningar
- Skrifstofu- og þjónustustörf
- Störf í upplýsingatækni
Auk þess veitum við ráðgjöf við gerð starfslýsinga, ráðningasamninga, fyrirlögn persónuleikaprófa og erum með þér í gegnum allt ráðningarferlið.

Einstaklingsráðgjöf hjá Intellecta
Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði, leitar að nýjum tækifærum eða vilt einfaldlega skerpa á framsetningu gagna þinna, þá getur fagleg ráðgjöf skipt sköpum.
Ráðningasvið Intellecta býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf sem hjálpar þér að koma þínum styrkleikum á framfæri.
Gildin okkar
Fagmennska
Við vinnum af virðingu, ábyrgð og metnaði. Fagmennska okkar birtist í vönduðum vinnubrögðum og ráðgjöf sem skapar raunverulegt virði fyrir viðskiptavini.
Árangur
Við höfum metnað til að ná árangri með vinnusemi, skýrri sýn og drifkrafti. Árangur viðskiptavina er okkar helsta markmið og við leggjum áherslu á mælanlegar niðurstöður.
Traust
Traust er grunnurinn að öllu sem við gerum. Við byggjum upp traust með hreinskilni, faglegum vinnubrögðum og góðum samskiptum.
Hafðu samband
Viltu ræða áskorun eða tækifæri?
Sendu okkur línu á intellecta@intellecta.is eða bókaðu fund með ráðgjöfum okkar.
Við kortleggjum stöðu, markmið og næstu skref með þér.