
Leit að starfi
Almenn umsókn
Flest störf eru ekki auglýst og því mælum við með því að fylla út almenna umsókn til að eiga aukna möguleika.
Störf í boði
Hér finnur þú öll störf sem erum með opið fyrir umsóknir. Ný störf birtast í hverri viku
Góð ráð og sniðmát
Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt

Leit að starfi
Flest störf eru ekki auglýst og því mælum við með því að fylla út almenna umsókn til að eiga aukna möguleika.
Hér finnur þú öll störf sem erum með opið fyrir umsóknir. Ný störf birtast í hverri viku
Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt
Nýjustu störfin
Við í ráðningardeild Intellecta óskum eftir að bæta jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi í teymið okkar. Sem ráðningarfulltrúi munt þú þjónusta og styðja við ráðgjafa okkar í hinum ýmsu ráðningarverkefnum og færð tækifæri til að taka þátt í nær öllu sem tengist ráðningarferlinu.
Bókhald og skrifstofustarf (50-70% starfshlutfall)
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll óskar eftir að ráða samviskusaman og talnaglöggan einstakling í fjölbreytt skrifstofustarf. Um 50-70% starfshlutfall er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Sérfræðingur í Svansvottun bygginga
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll óskar eftir að ráða öflugan starfsmann til að hafa umsjón með kröfum Svansins og eftirlit með byggingum sem stefnt er að því að Svansvotta. Starfið felur jafnframt í sér öryggisúttektir og gæðaeftirlit.
Skólastjóri Árskóla
Staða skólastjóra Árskóla er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfni og víðtæka þekkingu á skólastarfi til að veita skólanum faglega forystu og leiða skipulagningu á skapandi skólastarfi í stöðugri framþróun í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi.
Ráðningar
Vandað ráðningarferli er mikilvægt fyrir ímynd sérhvers fyrirtækis eða stofnunar
Ráðgjafar Intellecta búa yfir umfangsmikilli reynslu af ráðningum í störf stjórnenda og sérfræðinga. Kappkostað er að skilgreindum ráðningarferlum sé fylgt af fagmennsku.
Í slíkum ráðningarferlum er lögum, reglum og sjónarmiðum sem fylgja opinberum ráðningum fylgt af kostgæfni. Unnið er af fagmennsku og í góðu samráði við viðskipavininn í gegnum allt ferlið.
Kappkostað er við að greina starfið vel áður en hafist er handa við að finna rétta einstaklinginn. Leiðirnar að rétta einstaklingnum eru margar og við saman metum hvað er best hverju sinni.
Í gagnagrunni Intellecta eru fjölmargir einstaklingar með reynslu á sviði upplýsingatækni. Við erum með sérhæft teymi með fókus á upplýsingatækni og þekkjum hvað þarf til að afla réttu hæfninnar.