
Leit að starfi
Almenn umsókn
Flest störf eru ekki auglýst og því mælum við með því að fylla út almenna umsókn til að eiga aukna möguleika.
Störf í boði
Hér finnur þú öll störf sem erum með opið fyrir umsóknir. Ný störf birtast í hverri viku
Góð ráð og sniðmát
Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt

Leit að starfi
Flest störf eru ekki auglýst og því mælum við með því að fylla út almenna umsókn til að eiga aukna möguleika.
Hér finnur þú öll störf sem erum með opið fyrir umsóknir. Ný störf birtast í hverri viku
Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt
Nýjustu störfin
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra þjónustusviðs. Leitað er að reynslumiklum leiðtoga sem býr yfir breiðri þekkingu á fasteignaumsýslu, samningagerð og stafrænum þjónustuferlum. Starfið felur einnig í sér þróun og innleiðingu á breyttu verklagi og nýjum lausnum í þágu notenda. Viðkomandi verður hluti af framkvæmdastjórn FSRE.
Framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs. Leitað er að reynslumiklum leiðtoga með umfangsmikla þekkingu á verkframkvæmdum, skýra framtíðarsýn og hæfni til að leiða þróun og eflingu mannauðs. Viðkomandi verður hluti af framkvæmdastjórn FSRE.
Framkvæmdastjóri hönnunar- og áætlanasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga til að stýra hönnunar- og áætlanasviði. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og reynslu af kostnaðaráætlanagerð og hönnunar-, viðhalds- og nýframkvæmdaverkefnum ásamt metnaði og vilja til að leiða nýsköpun, tryggja gæði og stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna í þágu samfélagsins. Viðkomandi verður hluti af framkvæmdastjórn FSRE.
Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leiðtoga til að leiða umhverfis-, veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins.
Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í ráðhúsi Húnaþings vestra á Hvammstanga.
Ráðningar
Vandað ráðningarferli er mikilvægt fyrir ímynd sérhvers fyrirtækis eða stofnunar
Ráðgjafar Intellecta búa yfir umfangsmikilli reynslu af ráðningum í störf stjórnenda og sérfræðinga. Kappkostað er að skilgreindum ráðningarferlum sé fylgt af fagmennsku.
Í slíkum ráðningarferlum er lögum, reglum og sjónarmiðum sem fylgja opinberum ráðningum fylgt af kostgæfni. Unnið er af fagmennsku og í góðu samráði við viðskipavininn í gegnum allt ferlið.
Kappkostað er við að greina starfið vel áður en hafist er handa við að finna rétta einstaklinginn. Leiðirnar að rétta einstaklingnum eru margar og við saman metum hvað er best hverju sinni.
Í gagnagrunni Intellecta eru fjölmargir einstaklingar með reynslu á sviði upplýsingatækni. Við erum með sérhæft teymi með fókus á upplýsingatækni og þekkjum hvað þarf til að afla réttu hæfninnar.