Breytingastjórnun


Með náinni samvinnu við æðstu stjórnendur og skipulagðri breytingastjórnun vinna ráðgjafar Intellecta að því að ná fram hagræðingu og breyttum vinnubrögðum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Hvenær á breytingastjórnun við ?

Allar ákvarðanir sem teknar eru, t.d. um stefnu, mælikvarða, ferla og innleiðingar t.d. tæknilausna þurfa á einhverri breytingastjórn að halda. Eftir því sem breytingarnar eru umfangsmeiri er ríkari ástæða til að leggja aukna áherslu á góða innleiðingu með breytingastjórnun, má nefna samruna og breytingar á viðskiptamódelum sem dæmi um stærstu verkefnin.

Góð breytingastjórnun skilur á milli

Með útsjónarsemi, þrautseigju og virkri þátttöku allra starfsmanna geta stjórnendur fyrirtækja skapað fyrirtæki sínu þá yfirburði í samkeppni sem þarf til að skapa ný tækifæri. Stöðug og markviss aðlögun fyrirtækja, breyting og hagræðing starfshátta er forsenda þess að ná þessum ávinningi sem felst í sköpuðum tækifærum.

Dæmi um verk

  • Úttekt og greiningu starfshátta
  • Endurgerð vinnuferla
  • Hagræðing og kostnaðarlækkun
  • Skipulagning og aðstoð við stjórnun breytinga
  • Aðlögun á stjórnskipulagi til að styðja við breytingar, stefnu eða áherslur
  • Verkefnastjórnun við innleiðingar, umbætur og stærri breytingar

Aukinn hraði og auknar kröfur

Umfang verkefna vex stöðugt með nýjum lögum og reglugerðum, en jafnframt eru stöðugt gerðar kröfur um lækkun kostnaðar. Stjórnendur hafa því í mörg horn að líta.

Við veitum frekari upplýsingar:

Einar Þór Bjarnason

Kristján B. Einarsson