Breytingastjórnun


Með náinni samvinnu við æðstu stjórnendur og skipulagðri breytingastjórnun vinna ráðgjafar Intellecta að því að ná fram hagræðingu og breyttum vinnubrögðum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Með útsjónarsemi, þrautseigju og virkri þátttöku allra starfsmanna geta stjórnendur fyrirtækja skapað fyrirtæki sínu þá yfirburði í samkeppni sem þarf til að skapa ný tækifæri. Stöðug og markviss aðlögun fyrirtækja, breyting og hagræðing starfshátta er forsenda þess að ná þessum ávinningi sem felst í sköpuðum tækifærum.

Umfang verkefna vex stöðugt með nýjum lögum og reglugerðum, en jafnframt eru stöðugt gerðar kröfur um lækkun kostnaðar. Stjórnendur hafa því í mörg horn að líta.

Intellecta býður upp á og hefur m.a. sinnt eftirtöldum verkefnum:

  • Úttekt og greiningu starfshátta
  • Endurgerð vinnuferla
  • Hagræðingu og kostnaðarlækkun
  • Skipulagning og aðstoð við stjórnun breytinga

Við veitum frekari upplýsingar:

Einar Þór Bjarnason
Einar Þór BjarnasonEinar hefur lengi starfað við stjórnunarráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Hann starfaði um árabil hjá ráðgjafafyrirtækinu Accenture og hjá stefnumótunarfyrirtækinu Adcore Strategy. Hann hefur einbeitt sér að stefnumótun og skipulagsbreytingum fyrirtækja ásamt því að aðstoða þau við eflingu stjórnendahópsins. Ennfremur hefur hann í töluverðu mæli tekið að sér verkefnisstjórn stærri sem og smærri verkefna. Einar er með M.Sc. í iðnaðar- og framleiðsluverkfræði og MBA með áherslu á stefnumótun og stjórnun

Einar Þór Bjarnason

einar@intellecta.is

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.