Stefnumótun


Ráðgjafar Intellecta leggja sig fram um að aðstoða fyrirtæki við mótun stefnu sem skilar árangri

Stefna fyrirtækja lýsir því hvernig þau ætla að skapa viðskiptavinum sínum og eigendum auknum verðmætum.

Stefnumótun er listin að búa til stefnuna. Hún byggist á þekkingu, útsjónarsemi og öguðum vinnubrögðum. Þó stefnan hafi verið mótuð, er árangur ekki í hendi. Hann næst aðeins með vel heppnaðri innleiðingu stefnunnar og tengingu við áþreifanlegar vörður og aðgerðir.

Við lifum í umhverfi þar sem samkeppnisumhverfi er ófyrirséð og breytingar eru hraðar. Stjórnendur sem stöðugt greina og meta samkeppnisumhverfi sitt, eru betur í stakk búnir til að bregðast við. Lærdómur og reynsla af breytingum endurspeglast í tíðum og snörpum vinnulotur stefnumótunar þar sem endurskoðun stefnu og mat á árangri fyrirtækisins eru rýnd. Með áratuga reynslu ráðgjafa okkar, leggjum við okkur fram um að aðstoða fyrirtæki við mótun stefnu sem skilar árangri, ásamt því að skilgreina og stýra breytingaferlinu með fyrirtækinu.

Stefnumótun er víðfeðmt hugtak og nær til margra þátta í rekstri fyrirtækisins. Engu skiptir hvort um er að ræða afmarkaði þætti í rekstrinum eins og markaðsstefnu eða framleiðslustefnu, upplýsingatæknistefnu eða að unnin hafi verið stafræn stefnumótun. Við getum fyrir víst gefið okkur að slík stefna verður til þess að stjórnendur hafa betri forsendur fyrir ákvörðunum sínum.

Meðal þess sem við fáumst við er:

  • Framtíðarsýn og gildi
  • Greining viðskiptatækifæra og gerð viðskiptaáætlana
  • Mat á mörkuðum og útrás á nýja markaði
  • Stefnumiðað árangursmat og lykilmælikvarðar
  • Leit að samstarfsaðilum
  • Upplýsingatæknistefna
Einar Þór Bjarnason
Einar Þór BjarnasonEinar hefur lengi starfað við stjórnunarráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Hann starfaði um árabil hjá ráðgjafafyrirtækinu Accenture og hjá stefnumótunarfyrirtækinu Adcore Strategy. Hann hefur einbeitt sér að stefnumótun og skipulagsbreytingum fyrirtækja ásamt því að aðstoða þau við eflingu stjórnendahópsins. Ennfremur hefur hann í töluverðu mæli tekið að sér verkefnisstjórn stærri sem og smærri verkefna. Einar er með M.Sc. í iðnaðar- og framleiðsluverkfræði og MBA með áherslu á stefnumótun og stjórnun

Einar Þór Bjarnason

einar@intellecta.is

Kristján B. Einarsson
Kristján hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf, sérstaklega af stefnumótun, skipulagsbreytingum og árangursstjórnun. Hann hefur einnig mikið unnið við ýmiskonar viðhorfskannanir. Kristján er menntaður vélaverkfræðingur og er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði.

Kristján B. Einarsson

kristjan@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.