Hvað er stafræn umbreyting ?
Þróun og útfærsla tækninnar hefur tekið stökk og gera okkur kleift að hrinda í framkvæmd nýjum viðskiptahugmyndum eða breytt upplifun, þjónustu viðskiptum, samskiptum og ferlum. Þetta ferli er jafnan kallað stafræn umbreyting (Digital Transformation).
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum hve gríðarlegar breytingar snjallvæðing og upplýsingatækni hafa haft á daglegt líf okkar á undanförnum misserum. Loksins eru markaðir, innviðir og fjarskiptin orðin þannig að þau geta borið þær hugmyndir sem vaknað hafa á síðustu áratugum.
Ertu að hugsa um stafræna stefnumótun ?
Fyrsta skrefið er að ákveða hvert á að stefna og hafa vegvísi við höndina.
Við mælum með að þú byrjir á að skoða: Vegvísir fyrir hagnýtingu upplýsingatækni
Stafræn umbreyting er liður í fjórðu iðnbyltingunni
Umbreytingu fylgja margar áskoranir sem breyta daglegu lífi eða venjum. Því skiptir máli að nálgast slík verkefni af kostgæfni og víðsýni. Stafræn umbreyting er einn liður í fjórðu iðnbyltingunni en umfram allt leið til aukins árangurs í samkeppni á markaði.
Menning, fólk og ferlar spila stórt hlutverk
Stafræn umbreyting tekur mið af menningu og stöðu hverju sinni og þarf reglulega að endurmeta verkefnið til að það beri árangur, því er sjaldnast um að ræða eitt stórt verkefni, heldur unnin í samræmi við stefnu í smærri verkefnum að settu marki.
Aðlögun á, eða nýtt viðskiptamódel
Í huga margra er stafræn umbreyting t.d. vefverslun, skýjavæðing, sjálfsafgreiðsla eða sjálfvirknivæðing, en verkefnið er sjaldnast svo einfalt. Stundum er talað um stafvæðingu eða enska orðið “digitalization”, en er víðtækara hugtak og því að mörgu að huga að og engin tvö verkefni eins, en er yfirleitt breyting á eða innleiðing á nýju viðskiptamódeli.