Sjálfvirknivæðing ferla


Intellecta hefur um árabil hjálpað fyrirtækjum að auka skilvirkni í sinni starfsemi m.a. með því að byggja upp skilvirka ferla og/eða endurbæta núverandi ferla og ráðlagt fyrirtækjum m.a. með aukinni tæknivæðingu og breyttu skipulagi hvernig ná mætti meiri hagkvæmni í rekstri.

Sjálfvirknivæðing endurtekinna verkefna

Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að auka skilvirkni í starfsemi sinni með sjálfvirknivæðingu ferla. Síendurteknir, tímafrekir og staðlaðir ferlar eru tilvaldir fyrir sjálfvirknivæðingu. Eftir greiningu eru ferlar hannaðir og við aðstoðum við að sjálfvirknivæða þá með þeim aðferðum sem eiga best við hverju sinni. Ýmist er mögulegt að hagnýta staðlaðar samþættingar með þeim kerfum sem til eru, nýta vefþjónustur (API) eða þegar það er ekki í boðið RPA (Robotics Process Automation) til að sjálfvirknivæða ferlana.

Mögulegt er að grípa til þess að herma eftir handtökum starfsmanns við framkvæmd síendurtekinnar vinnu þegar aðrir möguleikar eru ekki fyrir hendi eins og vefþjónustur

Við erum ekki bundin af því að nýta staðlaðar samþættingar á milli kerfa eða vefþjónustuskil (API). Til þrautarvara er mögulegt er að láta sjálfvirknivædda ferla vinna aðgerðir eins og manneskja og framkvæma aðgerðir allt eins og manneskja hefði framkvæmt þær.

Aðferðirnar geta því nýst einstaka starfsmönnum til að leysa hluta þeirra verkefna sem verkfæri sem þeir ræsa þegar þörf er á eða mögulegt er að láta ferlið vera alfarið sjálfvirkt, stýrt eftir áreiti eða tíma.

Við hjálpum okkar viðskiptavinum að meta hvaða aðferðir eru heppilegastar og erum óháð verkfærum, kerfum og birgjum. Okkar sérstaða er að koma snemma inn í verkefnin, greina og hanna ásamt því svo að aðstoða viðskiptavini við að stýra t.d. aðkomu birgja. Þannig fá viðskiptavinir það besta hverju sinni og hver og einn vinnur á sínum styrkleikum.

Aðgengilegri tækni en áður sem býr til ný tækifæri


Að sjálvirknivæða er ekki nýjung en nú er aðgengilegra en áður að ráðast í slík verkefni, m.a. vegna fleiri lausnamöguleika og aukinnar vitundar stjórnenda á mögulegum ábata. Lengi vel var lenska hérlendis að ganga skammt við innleiðingar á ferlum og kerfum, en nú er öldin önnur.

Minnkar þörf á handvirkum innslætti og þar með eykur nákvæmni og áreiðanleika

Gögn eiga aðeins að vera slegin inn einu sinni og mikilvægt að gögn séu góð, sjálfvirknivæðing er þar undirstaða. Sjálfvirknivæðing ferla eykur nákvæmni og villuhætta verður nánast engin. Þar að auki skapast aukið svigrúm fyrir starfsfólk til að sinna öðrum virðisaukandi verkefnum ásamt því að upplifun viðskiptavina styrkist. Gæði gagna eykst samhliða og þar með opnast frekari möguleikar til að mæla árangur, auka gagnsæi og taka jafnvel sjálfvirkar ákvarðanir byggðar á gögnum.

Skylt efni

Við veitum frekari upplýsingar:


Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason

Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar Þórðarson