Sjálfvirknivæðing endurtekinna verkefna
Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að auka skilvirkni í starfsemi sinni með sjálfvirknivæðingu ferla. Síendurteknir, tímafrekir og staðlaðir ferlar eru tilvaldir fyrir sjálfvirknivæðingu. Eftir greiningu notum við tól eins og skjalagreiningu, gervigreind og RPA (Robotics Process Automation) til að sjálfvirknivæða ferlana.
Sjálfvirknivæðing hermir eftir handtökum starfsmanns við framkvæmd síendurtekinnar vinnu
Mögulegt er að láta sjálfvirknivædda ferla vinna aðgerðir eins og manneskja og framkvæma aðgerðir allt eins og manneskja hefði framkvæmt þær. Aðferðirnar geta því nýst einstaka starfsmönnum til að leysa hluta þeirra verkefna sem verkfæri sem þeir ræsa þegar þörf er á eða mögulegt er að láta ferlið vera alfarið sjálfvirkt, stýrt eftir áreiti eða tíma.
Aðgengilegri tækni en áður sem býr til ný tækifæri
Tæknin er tiltölulega ný af nálinni en hefur verið að hasla sér völl að undanförnu og þá sér í lagi til að auka sjálfvirkni í bakvinnslu. Oft er heilmikil handavinna í bakvinnslu fyrirtækja eins og við skráningar upplýsinga eða gerð skýrslna og samantekta
Þannig er hægt að láta RPA bóka reikninga, hvort sem er á rafrænu eða pappírsformi, setja upp yfirlit og flokka. Einnig er hægt að nýta RPA í afstemmingum birgja og lánadrottna, afstemmingu banka- og kortayfirlita svo og í móttöku og bókun reikninga. Möguleikarnir eru í raun ótakmarkaðir.
Minnkar þörf á handvirkum innslætti og þar með eykur nákvæmni og áreiðanleika
Sjálfvirknivæðing ferla eykur jafnframt nákvæmni og villuhætta verður nánast engin. Þar að auki skapast aukið svigrúm fyrir starfsfólk til að sinna öðrum virðisaukandi verkefnum.
Intellecta er í samstarfi við helstu framleiðendur heims á tólum fyrir sjálfvirknivæðingu, svo sem UiPath og ABBYY.