Starfsmannaleit


Ráðgjafar Intellecta hafa mikla reynslu af ráðningum stjórnenda og sérfræðinga sem og víðtæka þekkingu á íslensku atvinnulífi

Markmiðið er alltaf að finna einstaklinga sem hafa menntun, reynslu og hæfileika til að skara fram úr í starfi ásamt því að hafa persónuleika sem fellur vel inn í viðkomandi umhverfi og aðstæður. Ráðgjafar Intellecta leggja sig alla fram til að finna „rétta“ starfsmanninn.

Í gagnabanka Intellecta eru hundruðir öflugra einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við ýmis störf. Fyrst fer fram greining á verkbeiðni, starfssviði og hæfniskröfum og í framhaldinu eru þarfir vinnuveitanda bornar saman við bakgrunn og óskir  umsækjenda. Ráðgjafar Intellecta leggja áherslu á að skilja viðskiptaumhverfi viðkomandi fyrirtækis/stofnunar til að geta leyst sem best verkefnin sem okkur eru falin. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Þjónustuframboð í ráðningum:

Ráðningar stjórnenda og sérfræðinga
Ráðgjafar Intellecta búa yfir umfangsmikilli reynslu af ráðningum í störf stjórnenda og sérfræðinga. Kappkostað er að skilgreindum ráðningarferlum sé fylgt af fagmennsku.

Opinberar ráðningar 
Ráðgjafar Intellecta búa yfir mikilli reynslu af ráðningum í opinberar stöður. Í slíkum ráðningarferlum er lögum, reglum og sjónarmiðum sem fylgja opinberum ráðningum fylgt af kostgæfni. Unnið er af fagmennsku í gegnum allt ferlið með það að markmiði að ráða hæfasta umsækjandann.

Ráðningar í skrifstofu- og þjónustustörf
Ráðgjafar Intellecta hafa mikla reynslu af íslenskum vinnumarkaði og hafa ráðið í þúsundir skrifstofu- og þjónustustarfa. Kappkostað er við að greina starfið vel áður en hafist er handa við að finna rétta einstaklinginn. Leiðirnar að rétta einstaklingnum eru margar en ráðgjafar Intellecta taka að sér ráðningarverkefni frá A-Ö en einnig hluta úr ráðningarferlinu, t.d. öflun umsækjenda, úrvinnslu umsókna eða aðra afmarkaða þætti.

Ráðningar í störf á sviði upplýsingatækni (UT) 
Ráðgjafar Intellecta hafa áratuga reynslu af ráðningum í störf á sviði upplýsingatæki og hafa yfirgripsmikla þekkingu á þörfum viðskiptavina í þeim geira. Í gagnagrunni Intellecta eru fjölmargir einstaklingar með reynslu á sviði upplýsingatækni. Hvort sem leitað er að hugbúnaðarsérfræðingi í forritun eða önnur sérfræðistörf í upplýsingatækni þá munu ráðgjafar Intellecta finna þann eina rétta.

Intellecta býður einnig upp á eftirfarandi þjónustuþætti:

  • Gerð starfslýsinga og ráðningasamninga 
  • Fyrirlagning og túlkun persónuleikaprófa og annarra viðeigandi prófa/verkefna
  • Greinargerðir til að rökstyðja ákvarðanir um ráðningu í opinberum störfum 
  • Bein leit að einstaklingum (head hunting
  • Mannauðsráðgjöf 
  • Aðgangur að ráðgjöfum m.a. vegna stjórnunar- og rekstrarráðgjafar
  • Starfslokaráðgjöf
  • Matsmiðstöðvar, hlutverkaæfingar og raunhæf verkefni 

Við veitum frekari upplýsingar:

Thelma Kristín Kvaran
Thelma Kristín Kvaran​Thelma er sérfræðingur í ráðningum og stjórnendaráðgjafi. Hún vinnur með stjórnum og stjórnendum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda, bæði í einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu heilsulind og hefur góða reynslu af mannauðsmálum, stjórnun og rekstri. Thelma hefur umtalsverða reynslu úr fjármálaumhverfinu en hún starfaði sem hópstjóri og ráðgjafi hjá Arion banka og MP banka. Thelma hefur auk þess stjórnunarreynslu úr smásölugeiranum. Thelma er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Thelma Kristín Kvaran

thelma@intellecta.is

Torfi Markússon
Torfi MarkússonTorfi hefur mikla reynslu af ráðningum stjórnenda, sérfræðinga og annarra lykilmanna. Hann hefur langa og víðtæka reynslu af starfsmannastjórnun og mannauðstengdri ráðgjöf. Hann var m.a. starfsmannastjóri TM Software og dótturfyrirtækja í 10 ár og starfaði einnig í rúm 8 ár sem ráðningastjóri hjá Ráðgarði hf. þar sem hann einbeitti sér að ráðningum stjórnenda og sérfræðinga. Torfi er menntaður rekstrarfræðingur.

Torfi Markússon

torfi@intellecta.is

Þórður S. Óskarsson
Þórður S. ÓskarssonÞórður er framkvæmdastjóri Intellecta. Hann leiðir mannauðsráðgjöf fyrirtækisins og sér um ráðningar stjórnenda og lykilstarfsmanna (Executive Search). Hann sinnir úttektum og ráðgjöf vegna stjórnunar, stjórnendaþjálfunar og stjórnendamati. Þórður hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá KPMG og Norðuráli, starfsmannastjóri hjá Eimskip og ráðgjafi hjá City of New York og Sameinuðu þjóðunum í NY. Þórður er með Ph.D. í vinnu- og skipulagssálfræði.

Þórður S. Óskarsson

thordur@intellecta.is

Hafdís Ósk Pétursdóttir
Hafdís Ósk er ráðgjafi í ráðningum og mannauðsráðgjafi. Hún starfaði áður sem ráðgjafi hjá MyTimePlan og hefur reynslu af mannauðsmálum, stjórnun og ráðgjöf. Hafdís hefur einnig umtalsverða reynslu af kennslu en hún starfaði lengi sem sérkennslu- og deildarstjóri í leikskóla. Hafdís Ósk er með B.A. í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá sama skóla.

Hafdís Ósk Pétursdóttir

Hafdis@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.