Starfsmannaleit


Ráðgjafar Intellecta hafa mikla reynslu af ráðningum stjórnenda og sérfræðinga sem og víðtæka þekkingu á íslensku atvinnulífi

Ráðgjafar Intellecta leggja sig alla fram til að finna „rétta“ starfsmanninn

Markmiðið er alltaf að finna einstaklinga sem hafa menntun, reynslu og hæfileika til að skara fram úr í starfi ásamt því að hafa persónuleika sem fellur vel inn í viðkomandi umhverfi og aðstæður.

Í gagnabanka Intellecta eru fjöldi öflugra einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við ýmis störf. Fyrst fer fram greining á verkbeiðni, starfssviði og hæfniskröfum og í framhaldinu eru þarfir vinnuveitanda bornar saman við bakgrunn og óskir  umsækjenda.

Ráðgjafar Intellecta leggja áherslu á að skilja viðskiptaumhverfi viðkomandi fyrirtækis/stofnunar til að geta leyst sem best verkefnin sem okkur eru falin. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Þjónustuframboð í ráðningum:

Ráðningar stjórnenda og sérfræðinga

Ráðgjafar Intellecta búa yfir umfangsmikilli reynslu af ráðningum í störf stjórnenda og sérfræðinga. Kappkostað er að skilgreindum ráðningarferlum sé fylgt af fagmennsku.

Opinberar ráðningar 

Ráðgjafar Intellecta búa yfir mikilli reynslu af ráðningum í opinberar stöður. Í slíkum ráðningarferlum er lögum, reglum og sjónarmiðum sem fylgja opinberum ráðningum fylgt af kostgæfni. Unnið er af fagmennsku í gegnum allt ferlið með það að markmiði að ráða hæfasta umsækjandann.

Ráðningar í skrifstofu- og þjónustustörf

Ráðgjafar Intellecta hafa mikla reynslu af íslenskum vinnumarkaði og hafa ráðið í þúsundir skrifstofu- og þjónustustarfa. Kappkostað er við að greina starfið vel áður en hafist er handa við að finna rétta einstaklinginn.

Leiðirnar að rétta einstaklingnum eru margar en ráðgjafar Intellecta taka að sér ráðningarverkefni frá A-Ö en einnig hluta úr ráðningarferlinu, t.d. öflun umsækjenda, úrvinnslu umsókna eða aðra afmarkaða þætti.

Ráðningar í störf á sviði upplýsingatækni (UT) 

Ráðgjafar Intellecta hafa áratuga reynslu af ráðningum í störf á sviði upplýsingatæki og hafa yfirgripsmikla þekkingu á þörfum viðskiptavina í þeim geira. Í gagnagrunni Intellecta eru fjölmargir einstaklingar með reynslu á sviði upplýsingatækni.

Hvort sem leitað er að hugbúnaðarsérfræðingi í forritun eða önnur sérfræðistörf í upplýsingatækni þá munu ráðgjafar Intellecta finna þann eina rétta.

Intellecta býður einnig upp á eftirfarandi þjónustuþætti

  • Gerð starfslýsinga
  • Gerð ráðningasamninga 
  • Fyrirlagning og túlkun persónuleikaprófa og annarra viðeigandi prófa/verkefna
  • Greinargerðir til að rökstyðja ákvarðanir um ráðningu í opinberum störfum 
  • Bein leit að einstaklingum (head hunting
  • Stjórnunar- og rekstrarráðgjöf
  • Starfslokaráðgjöf
  • Matsmiðstöðvar
  • Hlutverkaæfingar
  • Raunhæf verkefni 

Við veitum frekari upplýsingar:


Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon

Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason