Leit að starfi
Almenn umsókn
Flest störf eru ekki auglýst og því mælum við með því að fylla út almenna umsókn til að eiga aukna möguleika.
Störf í boði
Hér finnur þú öll störf sem erum með opið fyrir umsóknir. Ný störf birtast í hverri viku
Góð ráð og sniðmát
Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt
Leit að starfi
Flest störf eru ekki auglýst og því mælum við með því að fylla út almenna umsókn til að eiga aukna möguleika.
Hér finnur þú öll störf sem erum með opið fyrir umsóknir. Ný störf birtast í hverri viku
Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt
Nýjustu störfin
Við leitum að drífandi, jákvæðum og metnaðarfullum starfsmanni á fjármála- og rekstrarsvið Hreyfils til að sinna innheimtu, bókhaldi og gjaldkerastörfum. Um er að ræða fullt starf á traustum og metnaðarfullum vinnustað.
Rekstrarstjóri/sölustjóri
Traust 20 manna þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða öflugan og sjálfstæðan einstakling í stöðu rekstrarstjóra/sölustjóra. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa áhuga á samskiptum í breytilegu umhverfi.
Framkvæmdastjóri
Vilt þú taka þátt í uppbyggingu eins stærsta flutningafyrirtækis heims á Íslandi?
Alþjóðlega flutningafyrirtækið Kuehne+Nagel opnar starfsstöð á Íslandi og leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu framkvæmdastjóra. Viðkomandi mun stýra opnun starfsstöðvarinnar og bera ábyrgð á uppbyggingu, stefnumótun og rekstri fyrirtækisins á Íslandi með áherslu á nýsköpun og viðskiptaþróun.
Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Traust þekkingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem starfar á sviði viðskiptalausna óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í fjölbreytt starf ráðgjafa viðskiptalausna.
Leitað er að lausnamiðuðum einstakling sem hefur áhuga á hröðum heimi upplýsingatækninnar. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir framúrskarandi samskiptahæfni og drifkrafti.
Ráðningar
Vandað ráðningarferli er mikilvægt fyrir ímynd sérhvers fyrirtækis eða stofnunar
Ráðgjafar Intellecta búa yfir umfangsmikilli reynslu af ráðningum í störf stjórnenda og sérfræðinga. Kappkostað er að skilgreindum ráðningarferlum sé fylgt af fagmennsku.
Í slíkum ráðningarferlum er lögum, reglum og sjónarmiðum sem fylgja opinberum ráðningum fylgt af kostgæfni. Unnið er af fagmennsku og í góðu samráði við viðskipavininn í gegnum allt ferlið.
Kappkostað er við að greina starfið vel áður en hafist er handa við að finna rétta einstaklinginn. Leiðirnar að rétta einstaklingnum eru margar og við saman metum hvað er best hverju sinni.
Í gagnagrunni Intellecta eru fjölmargir einstaklingar með reynslu á sviði upplýsingatækni. Við erum með sérhæft teymi með fókus á upplýsingatækni og þekkjum hvað þarf til að afla réttu hæfninnar.