Breytingastjórnun


Með náinni samvinnu við æðstu stjórnendur og skipulagðri breytingastjórnun vinna ráðgjafar Intellecta að því að ná fram hagræðingu og breyttum vinnubrögðum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Hvenær á breytingastjórnun við ?

Allar ákvarðanir sem teknar eru, t.d. um stefnu, mælikvarða, ferla og innleiðingar t.d. tæknilausna þurfa á einhverri breytingastjórn að halda. Eftir því sem breytingarnar eru umfangsmeiri er ríkari ástæða til að leggja aukna áherslu á góða innleiðingu með breytingastjórnun, má nefna samruna og breytingar á viðskiptamódelum sem dæmi um stærstu verkefnin.

Aðferðir, verkfæri, hæfni og reynsla

Í breytingum er mikilvægt að hafa reynslu og hæfni til að meta hvaða aðferðir og verkfæri er heppilegast að nota hverju sinni. Jafnframt er nauðsynlegt að stilla af hverju er beitt yfir verkefnistímann, t.d. vegna nýrra áskorana eða tímabila í verkefni. Í upphafi er nauðsynlegt að undirbúa verkefni vel þannig að hámarka ávinning og líkur á árangri.

Í öllum breytingum skapast óvissa sem er nauðsynlegt að minnka eins og mögulegt er, því skipta samskipti lykil máli og oft getur skipt miklu máli að hafa þriðja aðila til að skapa traust og auka líkur á árangri.

Við notum ýmis verkfæri í okkar vinnu þar sem við nýtum það besta hverju sinni, eins og ATKAR, 8 skref Kotters, Lean / Agile, formleg stjórnskipulög fyrir verkefni, vinnustofur og umfram allt ríkuleg samskipti og virkjum sem flesta til þátttöku og ábyrgðar.

Góð breytingastjórnun skilur á milli

Með útsjónarsemi, þrautseigju og virkri þátttöku allra starfsmanna geta stjórnendur fyrirtækja skapað fyrirtæki sínu þá yfirburði í samkeppni sem þarf til að skapa ný tækifæri. Stöðug og markviss aðlögun fyrirtækja, breyting og hagræðing starfshátta er forsenda þess að ná þessum ávinningi sem felst í sköpuðum tækifærum.

Aukinn hraði og auknar kröfur

Umfang verkefna vex stöðugt með nýjum lögum og reglugerðum, en jafnframt eru stöðugt gerðar kröfur um lækkun kostnaðar. Stjórnendur hafa því í mörg horn að líta.

Við veitum frekari upplýsingar:


Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason

Kristján B. Einarsson

Kristján B. Einarsson

Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar Þórðarson