Við fáum reglulega beiðnir frá viðskiptavinum okkar um að útvega einstaklinga í störf sérfræðinga og stjórnenda sem hafa áhuga á að starfa fyrir fyrirtæki og sveitarfélög á landsbyggðinni.
Tilvalið tækifæri m.a. fyrir ungt fólk sem vill:
- Bæta verðmætri reynslu á ferilskrána
- Taka næstu skref í starfsþróun
- Hafa raunveruleg áhrif í nærsamfélagi
Af hverju landsbyggðin?
- Frábær kostur fyrir fjölskyldur með börn
- Gott aðgengi að leikskólum og grunnskólum
- Styttri ferðatími og minni umferðarþungi
- Öflugt samfélag og gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni með miklum vaxtarmöguleikum
Við erum opin fyrir umsóknum frá sérfræðingum á ýmsum sviðum og metum jafnt reynslu, drifkraft og löngun til að vaxa í starfi.
Áhugasöm eru hvött til að hafa samband eða senda inn umsókn.