Job Openings


Are you casually open for a new opportunity or actively looking? Scroll down to find the open positions.


IDStarf

Félagsstofnun stúdenta

Reykjavik

Framkvæmdastjóri

Félagsstofnun stúdenta (FS) óskar eftir að ráða framsýnan og drífandi framkvæmdastjóra. FS gegnir lykilhlutverki í daglegu lífi stúdenta og hefur í gegnum árin byggt upp fjölbreytta og öfluga starfsemi sem styður við nám og lífsgæði þeirra. Leitað er að öflugum einstaklingi til að leiða áframhaldandi vöxt og uppbyggingu ásamt því að vera í traustu samstarfi við breiðan hóp samstarfsaðila, meðal annars Háskóla Íslands og stúdenta. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í hjarta háskólasamfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2025.

IDStarf

Pósturinn

Reykjavik

Pósturinn - viðskiptastjóri

Pósturinn óskar eftir metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi sem brennur fyrir samskiptum og vill taka virkan þátt í þjónustu við fyrirtæki. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí 2025

IDStarf

Umbra

Reykjavik

Fjármálastjóri

Umbra óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling til að annast daglega fjármálastjórn og vinna að þróun og sjálfvirknivæðingu fjármálaferla. Ef þú ert með bakgrunn í fjármálum og brennandi áhuga á að nýta nýjustu tæknilausnir til að auka skilvirkni þá gætir þú verið rétta manneskjan í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2025.

IDStarf

Linde Gas

Hafnarfjordur

Viðskiptastjóri (e. senior sales success)

Linde Gas á Íslandi óskar eftir að ráða reynslumikinn viðskiptastjóra (e. Senior Sales Success) til starfa á skrifstofu sinni í Hafnarfirði. Óskað er eftir aðila sem hefur brennandi áhuga á viðskiptasamböndum og hefur gott auga fyrir nýjum tækifærum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

IDStarf

Landhelgisgæsla Íslands

Reykjavik

Flugmaður

Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða jákvæðan og faglegan liðsfélaga í stöðu flugmanns á flugvél. Landhelgisgæslan er með í rekstri og viðhaldi Airbus Super Puma þyrlur og Dash 8 300 flugvél. Starfsemin fer fram bæði á Íslandi og erlendis þar sem flugvélin sinnir verkefnum við landamæraeftirlit. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2025.

IDStarf

Enercon

Hella

Rafvirki

Enercon óskar eftir að ráða öfluga rafvirkja til starfa í fyrsta vindmyllugarð félagsins á Íslandi, sem staðsettur verður í Búrfelli. Við leitum að einstaklingum sem geta unnið í mikilli hæð og eru tilbúnir að ferðast töluvert vegna starfa sinna. Þjónustubygging vindmyllugarðsins verður staðsett á Hellu. Um er að ræða einstakt tækifæri til að eiga þátt í uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins. Ráðið er í stöðuna frá janúar 2026.

Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavik

Bókari

Traust fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða öflugan og nákvæman einstakling í starf bókara í 50-70% starfshlutfall. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2025, en unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.