Bókari
Viðskiptavinur Intellecta
Reykjavik
Traust fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða öflugan og nákvæman einstakling í starf bókara í 50-70% starfshlutfall. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsjón með bókhaldi, afstemmingum og uppgjörum
Undirbúningur launavinnslu
Skýrslugerð, reikningagerð og önnur fjölbreytt störf í samráði við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun/reynsla sem nýtist í starfi
Reynsla af bókhaldi, afstemmingum og uppgjörum
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt hugarfar
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Gott vald á íslensku og ensku
Góð Excel kunnátta æskileg
Reynsla af dk bókhaldskerfi er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2025, en unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.